Týnd í fjögur ár en er nú fundin Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2023 10:35 Móðir stúlkunnar hélt úti Facebook-síðu um leitina að dóttur sinni. Þessa mynd birti hún fyrir tæpu ári síðan. Nú er dóttir hennar komin í leitirnar. Facebook Stúlka sem týndist þegar hún var fjórtán ára gömul fyrir um fjórum árum síðan er nú fundin. Stúlkan sem um ræðir gekk inn á lögreglustöð og óskaði eftir því að vera fjarlægð af listanum yfir týnt fólk. Alicia Navarro bjó í borginni Glendale í Arizona þegar hún týndist þann 15. september árið 2019. Hafin var leit að Navarro og var alríkislögreglan (e. FBI) meðal annars fengin til að aðstoða við leitina. Í grein NBC News um málið kemur fram að lögreglunni hafi borist þúsundir ábendinga um Navarro í gegnum árin. Á dögunum gekk Navarro svo inn á lögreglustöð í smábæ í Montana, sem er talsvert norðar í Bandaríkjunum, og sagði hver hún væri. Lögreglan í Glendale birti þessa mynd af Navarro þegar hún fannst.Glendale Police Department Scott Waite, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Glendale, segir að Navarro hafi upphaflega flúið af heimili sínu. Málið sé nú í rannsókn þar sem ekki er alveg skýrt hvernig hún komst til Montana. Þá segir Waite að Navarro hafi verið ein þegar hún mætti á lögreglustöðina. „Hún er ekki í neinum vandræðum. Hún á ekki yfir höfði sér neinar ákærur,“ segir Waite. Hann segir einnig að Navarro hafi hitt móður sína aftur á ný og að endurfundir þeirra hafi verið tilfinningalega yfirþyrmandi fyrir þær báðar. Segir fólki að halda í vonina Móðir Navarro birti myndbandsyfirlýsingu á Facebook-síðu sem tileinkuð var leitinni að dóttur sinni. Þar biður hún fólk sem var í svipaðri stöðu og hún að nota þetta mál sem dæmi til að halda í vonina. „Kraftaverkin gerast, aldrei missa vonina“ segir hún. „Ég er ekki með nein smáatirði en það mikilvæga er að hún er á lífi.“ Samkvæmt Jose Santiago, talsmanni lögreglunnar í Glendale, hefur Navarro beðið móður sína fyrirgefningar á því að hafa „látið hana ganga í gegnum þetta.“ Að hennar sögn var um óviljaverk að ræða. Hún vonast til þess að geta verið með móður sinni og haldið áfram með líf sitt. Bandaríkin Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Alicia Navarro bjó í borginni Glendale í Arizona þegar hún týndist þann 15. september árið 2019. Hafin var leit að Navarro og var alríkislögreglan (e. FBI) meðal annars fengin til að aðstoða við leitina. Í grein NBC News um málið kemur fram að lögreglunni hafi borist þúsundir ábendinga um Navarro í gegnum árin. Á dögunum gekk Navarro svo inn á lögreglustöð í smábæ í Montana, sem er talsvert norðar í Bandaríkjunum, og sagði hver hún væri. Lögreglan í Glendale birti þessa mynd af Navarro þegar hún fannst.Glendale Police Department Scott Waite, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Glendale, segir að Navarro hafi upphaflega flúið af heimili sínu. Málið sé nú í rannsókn þar sem ekki er alveg skýrt hvernig hún komst til Montana. Þá segir Waite að Navarro hafi verið ein þegar hún mætti á lögreglustöðina. „Hún er ekki í neinum vandræðum. Hún á ekki yfir höfði sér neinar ákærur,“ segir Waite. Hann segir einnig að Navarro hafi hitt móður sína aftur á ný og að endurfundir þeirra hafi verið tilfinningalega yfirþyrmandi fyrir þær báðar. Segir fólki að halda í vonina Móðir Navarro birti myndbandsyfirlýsingu á Facebook-síðu sem tileinkuð var leitinni að dóttur sinni. Þar biður hún fólk sem var í svipaðri stöðu og hún að nota þetta mál sem dæmi til að halda í vonina. „Kraftaverkin gerast, aldrei missa vonina“ segir hún. „Ég er ekki með nein smáatirði en það mikilvæga er að hún er á lífi.“ Samkvæmt Jose Santiago, talsmanni lögreglunnar í Glendale, hefur Navarro beðið móður sína fyrirgefningar á því að hafa „látið hana ganga í gegnum þetta.“ Að hennar sögn var um óviljaverk að ræða. Hún vonast til þess að geta verið með móður sinni og haldið áfram með líf sitt.
Bandaríkin Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent