Festa kaup á 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2023 14:07 Trausti Jónsson og Benedikt Ólafsson, stofnendur VEX. Aðsend Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45% hlutafjár í Öryggismiðstöðinni. VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. og fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu en seljendur eru félagið Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, Nóra Capital ehf., í eigu Róberts Róbertssonar, Daði Þór Veigarsson og Seldalur ehf., sem er í eigu nokkurra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Þar að auki selur Laugarfell ehf., félag í eigu Ragnars Þórs Jónssonar, forstjóra og Auðar Lilju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar að hluta og á áfram hlutafé í Öryggismiðstöðinni. Hluthafar Öryggismiðstöðvarinnar eftir viðskiptin verða, ásamt VEX I, Laugarfell ehf., nokkrir lykilstarfsmenn félagsins og Feier ehf., félag í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Feier eykur lítillega við hlut sinn í viðskiptunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um 550 stöðugildi voru hjá Öryggismiðstöðinni á síðasta ári sem var stofnuð árið 1995. Að sögn stjórnenda nam velta félagsins rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári og eru viðskiptavinir í öryggis- og velferðarþjónustu mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fimmta félagið sem VEX I fjárfestir í VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. „Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar,“ segir í tilkynningu. VEX I hefur áður fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjunum AGR Dynamics, Annata og Opnum kerfum, en sjóðurinn hefur einnig fjárfest í Icelandic Provisions sem framleiðir Skyr fyrir erlendan markað. Benedikt Ólafsson, eigandi hjá framtakssjóðastýringunni VEX segir Öryggismiðstöðina hafa tekist að fjölga tekjustoðum á sviðum þar sem VEX sjái tækifæri til að sækja enn frekar fram. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa trú á að tilkoma VEX hjálpi félaginu að komast nær markmiðum sínum. „Fyrirtækið er í öflugum vexti og stöðugri þróun. Tækifærin eru fjölbreytt og við erum á spennandi vegferð með frábærum hópi starfsmanna þar sem gildi fyrirtækisins; forysta, umhyggja og traust leiða okkur áfram á því ferðalagi sem við erum á,“ segir hann í tilkynningu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstir í VEX I VEX var stofnað af Trausta Jónssyni og Benedikt Ólafssyni en auk þeirra eiga tryggingafélagið VÍS og Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood International, hlut í framtakssjóðastýringunni. Sjóðurinn VEX I áformar að fjárfesta í fjórum til átta fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði á bilinu þrjú til sjö ár. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 18 prósenta hlut hvor. Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en seljendur eru félagið Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, Nóra Capital ehf., í eigu Róberts Róbertssonar, Daði Þór Veigarsson og Seldalur ehf., sem er í eigu nokkurra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Þar að auki selur Laugarfell ehf., félag í eigu Ragnars Þórs Jónssonar, forstjóra og Auðar Lilju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar að hluta og á áfram hlutafé í Öryggismiðstöðinni. Hluthafar Öryggismiðstöðvarinnar eftir viðskiptin verða, ásamt VEX I, Laugarfell ehf., nokkrir lykilstarfsmenn félagsins og Feier ehf., félag í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Feier eykur lítillega við hlut sinn í viðskiptunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um 550 stöðugildi voru hjá Öryggismiðstöðinni á síðasta ári sem var stofnuð árið 1995. Að sögn stjórnenda nam velta félagsins rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári og eru viðskiptavinir í öryggis- og velferðarþjónustu mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fimmta félagið sem VEX I fjárfestir í VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. „Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar,“ segir í tilkynningu. VEX I hefur áður fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjunum AGR Dynamics, Annata og Opnum kerfum, en sjóðurinn hefur einnig fjárfest í Icelandic Provisions sem framleiðir Skyr fyrir erlendan markað. Benedikt Ólafsson, eigandi hjá framtakssjóðastýringunni VEX segir Öryggismiðstöðina hafa tekist að fjölga tekjustoðum á sviðum þar sem VEX sjái tækifæri til að sækja enn frekar fram. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa trú á að tilkoma VEX hjálpi félaginu að komast nær markmiðum sínum. „Fyrirtækið er í öflugum vexti og stöðugri þróun. Tækifærin eru fjölbreytt og við erum á spennandi vegferð með frábærum hópi starfsmanna þar sem gildi fyrirtækisins; forysta, umhyggja og traust leiða okkur áfram á því ferðalagi sem við erum á,“ segir hann í tilkynningu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstir í VEX I VEX var stofnað af Trausta Jónssyni og Benedikt Ólafssyni en auk þeirra eiga tryggingafélagið VÍS og Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood International, hlut í framtakssjóðastýringunni. Sjóðurinn VEX I áformar að fjárfesta í fjórum til átta fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði á bilinu þrjú til sjö ár. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 18 prósenta hlut hvor.
Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent