Afmælisbarnið kom í veg fyrir stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:27 Daniela Solera átti stórleik í marki Kosta Ríka og kom í veg fyrir mun stærra tap. AP/John Cowpland Spænska kvennalandsliðið þykir líklegt til afreka á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og þær byrjuðu mótið afar sannfærandi. Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira