Fær rúmar hundrað milljónir í skaðabætur frá McDonald's Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 21:48 Olivia Caraballo og móðir hennar Philana Holmes í dómssal. AP/Amy Beth Bennett McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana. Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali. Bandaríkin Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali.
Bandaríkin Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira