„Það er eitt sem mér finnst að KSÍ mætti fara að skoða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 13:31 Aron (fyrir miðju) er spenntur fyrir kvöldinu. Vísir/Diego Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, er spenntur fyrir leik liðsins við Stjörnuna í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabæ í kvöld. Stjarnan mun þar spila sinn fyrsta leik í tæpar þrjár vikur. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu en voru í álíka langri pásu og Stjörnumenn fyrir sigur sinn á Fylki í síðustu viku. Aron gagnrýnir hversu langt sé á milli leikja, sérstaklega um hásumarið þegar aðstæður eru hvað bestar til knattspyrnuiðkunar. „Okkur líður vel. Við erum búnir að vera að spila þokkalega vel en kannski eins og á móti Fylki, þar sem aðalatriðið var að fá þrjú stig, en erum kannski ekki alveg nógu ánægðir með spilamennskuna á köflum. Við vorum náttúrulega að koma úr þriggja vikna sumarfríi um hásumar,“ „Það er eitt sem mér finnst að KSÍ mætti fara að skoða, hvernig stendur á því að lið séu í þriggja vikna pásum hérna hægri, vinstri, á miðju sumri þegar veðrið er sem best. Það er mikið talað um að lengja tímabilið þá er skrýtið að maður sé í svona löngum pásum um hásumar,“ segir Aron. Hann kveðst þó spenntur fyrir leiknum en Stjarnan vann afar góðan 5-0 sigur á FH í síðasta leik sínum fyrir pásuna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Stjarnan er náttúrulega með mjög gott lið og ég held að helmingurinn af hópnum þeirra sé í öllum þessum yngri landsliðum. Svo í bland við það eru þeir með reynslumikla leikmenn sem hafa verið í deildinni í tugi ára. Mér finnst hafa verið stígandi í þeirra liði undanfarið og þetta verður hættulegur leikur fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur Stjörnunnar og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu en voru í álíka langri pásu og Stjörnumenn fyrir sigur sinn á Fylki í síðustu viku. Aron gagnrýnir hversu langt sé á milli leikja, sérstaklega um hásumarið þegar aðstæður eru hvað bestar til knattspyrnuiðkunar. „Okkur líður vel. Við erum búnir að vera að spila þokkalega vel en kannski eins og á móti Fylki, þar sem aðalatriðið var að fá þrjú stig, en erum kannski ekki alveg nógu ánægðir með spilamennskuna á köflum. Við vorum náttúrulega að koma úr þriggja vikna sumarfríi um hásumar,“ „Það er eitt sem mér finnst að KSÍ mætti fara að skoða, hvernig stendur á því að lið séu í þriggja vikna pásum hérna hægri, vinstri, á miðju sumri þegar veðrið er sem best. Það er mikið talað um að lengja tímabilið þá er skrýtið að maður sé í svona löngum pásum um hásumar,“ segir Aron. Hann kveðst þó spenntur fyrir leiknum en Stjarnan vann afar góðan 5-0 sigur á FH í síðasta leik sínum fyrir pásuna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Stjarnan er náttúrulega með mjög gott lið og ég held að helmingurinn af hópnum þeirra sé í öllum þessum yngri landsliðum. Svo í bland við það eru þeir með reynslumikla leikmenn sem hafa verið í deildinni í tugi ára. Mér finnst hafa verið stígandi í þeirra liði undanfarið og þetta verður hættulegur leikur fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur Stjörnunnar og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira