Frábær veiði í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2023 10:02 Jafet með stærsta fiskinn úr Veiðivötnum í sumar Þegar allt tal um frekar slakt veiðisumar í mörgum laxveiðiánum berst í tal gleymist oft að tala um frábæra veiði í Veiðivötnum í sumar. Opnun Veiðivatna var frábær og í raun ein sú besta í meira en 10 ár. Mokveiði er búin að vera í mörgum vötnum og heilt yfir eru veiðimenn sem koma ofan úr vötnunum í skýjunum með veiðina þetta sumarið. Þeir sem gáfust upp eftir nokkur misjöfn ár og bókuðu ekki fyrir sumarið eru heldur betur að naga sig í handarbakið núna. Litlisjór er lang aflahæstur en þar hafa veiðst 3.154 fiskar og sá stærsti þar er 4,6 kíló. 796 fiskar hafa veiðst í Ónýtavatni og þar er stærsti fiskurinn 3,5 kíló. Hraunvötn hafa svo gefið 679 urriða og eru þriðja aflahæsta vatnið það sem af er sumri. Stærsti fiskurinn ísumar er 16,4 pund og veiddist í Skálavatni. Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði
Opnun Veiðivatna var frábær og í raun ein sú besta í meira en 10 ár. Mokveiði er búin að vera í mörgum vötnum og heilt yfir eru veiðimenn sem koma ofan úr vötnunum í skýjunum með veiðina þetta sumarið. Þeir sem gáfust upp eftir nokkur misjöfn ár og bókuðu ekki fyrir sumarið eru heldur betur að naga sig í handarbakið núna. Litlisjór er lang aflahæstur en þar hafa veiðst 3.154 fiskar og sá stærsti þar er 4,6 kíló. 796 fiskar hafa veiðst í Ónýtavatni og þar er stærsti fiskurinn 3,5 kíló. Hraunvötn hafa svo gefið 679 urriða og eru þriðja aflahæsta vatnið það sem af er sumri. Stærsti fiskurinn ísumar er 16,4 pund og veiddist í Skálavatni.
Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði