Madrid og Macron vilja halda kappakstur Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:30 Mótið á Silverstone-brautinni í Bretlandi var haldin um síðustu helgi. Vísir/Getty Það er eftirsótt að halda Formúlu 1 keppni og nú vill Madrid að keppni varði haldin í spænsku höfuðborginni í framtíðinni. Þá vill Frakklandsforseti sömuleiðis fá formúlusirkusinn oftar til landsins. Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári. Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Spánverjarnir Carlos Sainz og Fernando Alonso eru meðal stjarnanna í Formúlu 1 um þessar mundir og Spánverjar eru æstir að fá annan kappakstur til landsins. Nú þegar er keppt þar á braut við Barcelona og hefur keppni verið haldin í landinu í yfir 100 ár. Nefnd á vegum Madridarborgar á í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 og getur vel farið svo að keppni verði haldinn í höfuðborginni á næstu árum. „Ég veit að við munum skrifa undir samning og ég veit líka hvenær við munum gera það,“ sagði Jose Vicente de los Mozos, forseti nefndarinnar. Samkvæmt útreikningum er talið að keppni í Madrid gæti fært borginni 500 milljónir evra á hverju ári í tekjur. Óljóst er þó hvað yrði um keppnina í Barcelona ef Madrid myndi skrifa undir samning um að halda keppni. Brautin í Barcelona er með samning við Formúlu 1 til ársins 2026 og framkvæmdastjóri Formúlunnar finnst ólíklegt að fleiri keppnir verði haldnar í Evrópu í framtíðinni. Hvað þá í sama landi á sama árinu. „Það yrðu allir ánægðir með það“ Það eru fleiri sem eru æstir í að fá formúlusirkusinn til landsins. Í fyrra var haldið mót á Paul Ricard brautinni í grennd við Marseille í Frakklandi en engin keppni var haldin þar í ár. Nú hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýst yfir stuðninig við þá ósk að fá Formúluna aftur til landsins. Möguleiki er á að haldin yrði borgarkeppni í Nice. „Landið okkar þarf að geta haldið Formúlu 1, alveg eins og í öðrum íþróttum þar sem við höldum keppnir á hverju ári. Það yrðu allir ánægðir með það.“ Á næsta ári verða haldnar 24 keppnir í Formúlu 1 sem eru fleiri keppnir en nokkurn tíman áður. Keppt verður í Kína á nýjan leik sem og á Imola. Forráðamenn liðanna í Formúlunni vilja meina að hámarkinu séð náð og segir liðin ekki ráða við fleiri keppnir á einu ári.
Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn