Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2023 22:31 Rory McIlroy er ekki beint aðdáandi LIV-mótaraðarinnar. Octavio Passos/Getty Images Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt. McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega. McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni. „Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega. McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni. „Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira