Segir Henderson búinn að samþykkja tilboð Al-Ettifaq | Fer Fabinho líka? Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 15:45 Henderson og Fabinho gætu yfirgefið Liverpool á næstu dögum. Vísir/Getty Blaðamenn á Englandi greina frá því núna eftir hádegið að Jordan Henderson sé búinn að komast að samkomulagi við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Liðin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi. Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Fréttir af mögulegri brottför Henderson hafa verið á reiki síðan Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq. Í gærdag birtust fréttir þess efnis að Henderson ætlaði sér að halda tryggð við Liverpool en í gærkvöldi bárust fréttir um hið gagnstæða, að hann ætlaði sér til Sádi Arabíu. Nú hefur hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um málið en hann veit yfirleitt hvað hann syngur þegar félagaskipti knattspyrnumanna eru annars vegar. Romano skrifar á Twitter að Henderson sé búinn að samþykkja samning Al-Ettifaq og hafi fengið grænt ljóst frá knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, í morgun. Jafnframt segir hann að Liverpool og Al-Ettifaq eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Samkvæmt fréttum meira en þrefaldar Henderson laun sín hjá Al-Ettifaq en hann fær núna 200.000 pund á viku hjá Liverpool þar sem hann er fyrirliði. BREAKING: Jordan Henderson has accepted Al Ettifaq proposal. There s verbal agreement in principle. Contract agreed.Deal now depends on Liverpool and Al Ettifaq discussing on the fee, no chance to let him leave for free Hendo spoke to Klopp today and there s green light. pic.twitter.com/wJ2CyaHu60— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023 Fréttir af mögulegu brotthvarfi Henderson til Sádi Arabíu koma nokkuð á óvart. Sem fyrirliði liðsins gegnir hann mikilvægu hlutverki hjá Liverpool og þá hefur hann verið einn ötulasti stuðningsmaður LGBTQI-samfélagsins í Bretlandi. Fréttirnar hafa ekki farið vel í stuðningsmannahópinn Liverpool Out sem berst fyrir réttindum LGBTQI samfélagsins. „Við erum hrædd og áhyggjufull yfir því að einhver íhugi að vinna við íþróttaþvottarekstur hjá yfirvöldum þar sem réttindi kvenna og LBGT+ fólks eru lítils metin og landið á lista yfir þau með flestar dauðarefsingar,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gætu einnig misst Fabinho Ekki nóg með að Liverpool gæti verið að missa fyrirliða sinn til Sádi Arabíu, heldur greinir The Athletic frá því að annað félag í sádiarabísku deildinni. Al-Ittihad, ætli sér að leggja fram 40 milljón punda tilboð í Fabinho sem hefur verið lykilmaður Liverpol síðustu ári. Missi félagið bæði Henderson og Fabinho verður ljóst að Liverpool hefur misst fimm miðjumenn frá síðasta tímabili. Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Naby Keita hafa nú þegar allir leitað á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa gengið til liðs við Liverpool á móti og þá hefur félagið verið orðað bæði við Romeo Lavia leikmann Southampton og Khephren Thuram hjá Nice á undanförnum vikum.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira