NBA fór ekki alveg alla leið í nýju flopp-reglunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 15:31 LeBron James og kollegum hans í NBA-deildinni í körfubolta verður refsað fyrir leikaraskap á næstu leiktíð. Getty/Kevin C. Cox NBA deildin í körfubolta hefur nú samþykkt tvær reglubreytingar fyrir komandi keppnistímabil. Stjórn NBA fór yfir tillögurnar og þær hafa nú fengið grænt ljóst frá þeim sem ráða. Það þurfti þó að draga úr áhrifamætti annarar þeirra til að fá hana samþykkta. NBA has approved two new rules changes for the 2023-24 season, per @ShamsCharania Flops will result in a tech and the opposing team will get a free throw Coaches will be given a second challenge if the first is successful pic.twitter.com/P7jEgJkBUD— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 Önnur reglan snýr að auknum möguleika þjálfara á því að senda dómara í Varsjána en hin snýr að nýrri refsireglu til að sporna við leikaraskap leikmanna. Þjálfarar hafa hér eftir tvö tækifæri til að fá dómara til að endurskoða dóma sína á myndbandsupptöku. Ef þjálfari vísar dómi í Varsjána snemma leiks og þjálfarinn hefur rétt fyrir sér þá fær hann möguleika á því að gera það aftur seinna í leiknum. Liðin fá leikhléið sitt aftur vinni þeirri fyrri dómaravéfengjuna en það mun alltaf kosta þau leikhlé sendi þau dóminn aftur í Varsjána sama hver niðurstaðan verður. Hin reglubreytingin snýr að tæknivillu fyrir leikaraskap eða flopp eins og það er kallað úti. Til að sporna við auknum leikaraskap í NBA leikjum þá geta dómarar hér eftir dæmt flopp-tæknivillu. Villan mun þó fara á liðið sjálft og mótherjinn fær í staðinn eitt víti. Dómarar þurfa ekki að stoppa leikinn strax til að dæma tæknivilluna og þeir mega líka skoða atvik á myndbandi ef að þeir hafa verið kallaðir til að skoða annað atvik. Mögulegur leikaraskapur kallar þó aldrei á sérferð í Varsjána. Í fyrstu drögum áttu liðin einnig að missa boltann fái þau dæmt á sig tæknivillu fyrir leikaraskap en áveðið var að draga þar í land og leikurinn heldur því áfram eins og frá var horfið. BREAKING: The NBA Board of Governors has approved two new gameplay changes for the 2023-24 season: - In-game penalty for flops resulting in technical foul free throw- A second coach s challenge awarded if first challenge is successfulThoughts on the changes? pic.twitter.com/PlCQXEEGGj— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) July 12, 2023 NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Stjórn NBA fór yfir tillögurnar og þær hafa nú fengið grænt ljóst frá þeim sem ráða. Það þurfti þó að draga úr áhrifamætti annarar þeirra til að fá hana samþykkta. NBA has approved two new rules changes for the 2023-24 season, per @ShamsCharania Flops will result in a tech and the opposing team will get a free throw Coaches will be given a second challenge if the first is successful pic.twitter.com/P7jEgJkBUD— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 Önnur reglan snýr að auknum möguleika þjálfara á því að senda dómara í Varsjána en hin snýr að nýrri refsireglu til að sporna við leikaraskap leikmanna. Þjálfarar hafa hér eftir tvö tækifæri til að fá dómara til að endurskoða dóma sína á myndbandsupptöku. Ef þjálfari vísar dómi í Varsjána snemma leiks og þjálfarinn hefur rétt fyrir sér þá fær hann möguleika á því að gera það aftur seinna í leiknum. Liðin fá leikhléið sitt aftur vinni þeirri fyrri dómaravéfengjuna en það mun alltaf kosta þau leikhlé sendi þau dóminn aftur í Varsjána sama hver niðurstaðan verður. Hin reglubreytingin snýr að tæknivillu fyrir leikaraskap eða flopp eins og það er kallað úti. Til að sporna við auknum leikaraskap í NBA leikjum þá geta dómarar hér eftir dæmt flopp-tæknivillu. Villan mun þó fara á liðið sjálft og mótherjinn fær í staðinn eitt víti. Dómarar þurfa ekki að stoppa leikinn strax til að dæma tæknivilluna og þeir mega líka skoða atvik á myndbandi ef að þeir hafa verið kallaðir til að skoða annað atvik. Mögulegur leikaraskapur kallar þó aldrei á sérferð í Varsjána. Í fyrstu drögum áttu liðin einnig að missa boltann fái þau dæmt á sig tæknivillu fyrir leikaraskap en áveðið var að draga þar í land og leikurinn heldur því áfram eins og frá var horfið. BREAKING: The NBA Board of Governors has approved two new gameplay changes for the 2023-24 season: - In-game penalty for flops resulting in technical foul free throw- A second coach s challenge awarded if first challenge is successfulThoughts on the changes? pic.twitter.com/PlCQXEEGGj— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) July 12, 2023
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum