Negla Damirs kom Gísla ekki á óvart: Hef séð þetta nokkrum sinnum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:31 Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson í viðtali eftir sigurinn á Shamrock Rovers í gær. breidablik_fotbolti Kristinn Steindórsson og Gísla Eyjólfsson mættu í viðtal eftir 1-0 sigur Breiðabliks á írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Sjá meira
Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Sjá meira