Ekkert grín að ætla að safna 36 milljónum Íris Hauksdóttir skrifar 11. júlí 2023 17:00 Nói Pétur Guðnason setti sér það háleita markmið að safna rúmum 36 milljónum til styrktar Vatnaskógi. Vísir/Villi Sumarbúðirnar við Vatnaskóg fagna hundrað ára afmæli sínu í ár og hafa óteljandi börn notið dvalar þar á ári hverju. Nói Pétur Ásdísarson Guðnason er eitt þeirra en hann segir gleðistundirnar tengdar staðnum óteljandi. Sem þakklætisvott setti hann á stofn söfnunarátak til þess að viðhalda starfseminni og heitir á hvern þann sem deilt geti góðri upplifun að leggja málefninu lið. „Ég var í maganum á mömmu þegar ég kom fyrst í Vatnaskóg. Hún vann þá í eldhúsinu. Síðan hef ég komið mjög oft og var í flokki á hverju ári frá níu ára aldri en hef sömuleiðis starfað þar töluvert mikið sem sjálfboðaliði,“ segir Nói Pétur í samtali við blaðakonu. „Vatnaskógur er mér afar kær og hefur haft gríðarleg áhrif á mig.“ Vatnaskógur er Nóa Pétri afar kær.Vísir/Villi Í tilefni afmælisins sá Nói Pétur, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands, sér leik á borði og setti á stofn söfnun til styrktar sumarbúðunum. Markmið hans er að safna rúmlega 36 milljón krónum. „Ég skipti þessu í fjóra flokka, segir Nói Pétur og heldur áfram. „Annars vegar söfnun á matskálanum, svokölluðum Stínusjóði, söfnun til styrktar kvikmynd um hundrað ára sögu búðanna og að lokum til styrktar viðhaldi á staðnum.“ Safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í sögu Vatnaskógar Spurður hvernig svo stórtæk hugmynd hafi orðið til segir Nói Pétur hana hafa orðið til í samtali við föður sinn, Guðna Má Harðarson, en hann starfar sem prestur við Lindakirkju ásamt því að hafa getið sér góðs orðs innan barnastarfs kirkjunnar. „Við pabbi vorum að ræða hvort það þyrfti ekki að gera eitthvað fyrir Vatnaskóg í tilefni tímamótanna. Það væru ýmislegir hlutir sem að Skógarmenn vildu gera á afmælinu og að það þyrfti að finna góða leið til að safna pening fyrir því. Stuttu síðar kom pabbi með þessa hugmynd: Að safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í sögu Vatnaskógar. Þar með fæddist þessi hugmynd. Verkefnið er ansi stórt enda ekkert grín að ætla sér að safna 36 og hálfri milljón.“ „Þegar mér finnst þetta kannski vera of hátt markmið hugsa ég til sögu staðarins.“Vísir/Villi Nói Pétur ítrekar þó að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Skógarmönnum, eins og sjálfboðaliðar Vatnaskógar kalla sig, láti sig dreyma stórt. „Þegar mér finnst þetta kannski vera of hátt markmið hugsa ég til sögu staðarins. Er þetta eitthvað óraunsærra en að stofna sumarbúðir á stað þar sem enginn vegur nær til á tíma þar sem það var ekki einu sinni til íslensk útvarpsstöð? Að byggja skála í sumarbúðunum við mikinn vöruskort í miðri heimsstyrjöld? Jafnvel þó mér finnist ég stundum vera kominn út í of stórt verkefni þá hef ég fundið fyrir miklum stuðningi frá ýmsu fólki sem hefur jafn mikla ást á staðnum og ég. Þegar að ég kynnti söfnunina fyrir Skógarmönnum fékk ég strax hlýjar kveðjur. Margir gáfu strax eitthvað eða komu með hugmyndir fyrir söfnunina. Nú þegar erum við búin að safna fyrir fyrsta árinu og vel yfir það. Rekið af hugsjónum fyrir æsku landsins Pælingin er að hver sá sem vill segja sína sögu, eða einfaldlega leggja málefninu lið, og velji hvaða málstaði innan félagsins hann vilji styrkja og leggi 1.000 krónur inn á söfnunarsíðuna sem ég hef nú stofnað. Félagið er rekið af hugsjónum fyrir æsku landsins en starfið nýtur mikillar virðingar og er alls ekki hagnaðardrifið. Í mínum huga er Vatnaskógur sannkallað ævintýraland sem býður börnum og unglingum tækfæri til að rækta allt í senn líkama, sál og anda. Markmiðið er að börn finni að þau skipti máli og geti ræktað hæfileika sína á skemmtilegan hátt, um leið og þau efla trúarvitund og félagsþroska í fallegri náttúru.“ Treystum á góðmennsku og sjálfboðavinnu Nói Pétur bætir við að hundruð sjálfboðaliða leggi starfinu lið og því margfaldist hver króna sem rennur til starfsins. „Frábært dæmi er heimasíðan sem er unnin af sjálfboðaliðum. Mér finnst svo mikilvægt að komandi kynslóðir stefni að því að bæta starf Vatnaskógar, byggja upp og miðla boðskap sem eftir einstaklinga til góðs. Til þess treystum við á góðmennsku fólks og sjálfboðavinnu.“ Nói Pétur segir markmiðið að ná til allra landsmanna sem hafa komið í Vatnaskóg eða sent börnin sín þangað.Vísir/Villi Hundruðir barna heimsækja búðirnar á sumri hverju. Það gefur því augaleið að frásagnirnar séu fjölbreyttar og vonandi í flestum tilfellum gleðilegar. „Söfnunin er víðtæk og er markmið okkar að ná til allra landsmanna sem hafa komið í Vatnaskóg eða sent börnin sín þangað. Við köllum á fyrirtæki, einstaklinga og félög til að styrkja okkur. Það er hægt að gera á vefsíðunni okkar, vatnaskogur100.is. Við erum einnig með fjáraflanir eins og línuhappdrætti og svo verður einnig áheitasöfnun fyrir endurgerð fyrstu ferðarinnar í Vatnaskóg, en þá var gengið úr Mosfellssveit og í sumarbúðirnar en sú ferð tekur einn og hálfan dag,“ segir Nói Pétur að lokum. Áhugasamir eru að sjálfsögðu hvattir til þess að leggja málefninu lið. Trúmál Hvalfjarðarsveit Félagasamtök Tengdar fréttir Guðdómleg kveðja frá kór Lindakirkju til strákanna okkar | Myndband Kór Lindakirkju tók lagið til að styðja strákana til sigurs í dag og á HM 2019. 13. janúar 2019 14:16 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
„Ég var í maganum á mömmu þegar ég kom fyrst í Vatnaskóg. Hún vann þá í eldhúsinu. Síðan hef ég komið mjög oft og var í flokki á hverju ári frá níu ára aldri en hef sömuleiðis starfað þar töluvert mikið sem sjálfboðaliði,“ segir Nói Pétur í samtali við blaðakonu. „Vatnaskógur er mér afar kær og hefur haft gríðarleg áhrif á mig.“ Vatnaskógur er Nóa Pétri afar kær.Vísir/Villi Í tilefni afmælisins sá Nói Pétur, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands, sér leik á borði og setti á stofn söfnun til styrktar sumarbúðunum. Markmið hans er að safna rúmlega 36 milljón krónum. „Ég skipti þessu í fjóra flokka, segir Nói Pétur og heldur áfram. „Annars vegar söfnun á matskálanum, svokölluðum Stínusjóði, söfnun til styrktar kvikmynd um hundrað ára sögu búðanna og að lokum til styrktar viðhaldi á staðnum.“ Safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í sögu Vatnaskógar Spurður hvernig svo stórtæk hugmynd hafi orðið til segir Nói Pétur hana hafa orðið til í samtali við föður sinn, Guðna Má Harðarson, en hann starfar sem prestur við Lindakirkju ásamt því að hafa getið sér góðs orðs innan barnastarfs kirkjunnar. „Við pabbi vorum að ræða hvort það þyrfti ekki að gera eitthvað fyrir Vatnaskóg í tilefni tímamótanna. Það væru ýmislegir hlutir sem að Skógarmenn vildu gera á afmælinu og að það þyrfti að finna góða leið til að safna pening fyrir því. Stuttu síðar kom pabbi með þessa hugmynd: Að safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í sögu Vatnaskógar. Þar með fæddist þessi hugmynd. Verkefnið er ansi stórt enda ekkert grín að ætla sér að safna 36 og hálfri milljón.“ „Þegar mér finnst þetta kannski vera of hátt markmið hugsa ég til sögu staðarins.“Vísir/Villi Nói Pétur ítrekar þó að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Skógarmönnum, eins og sjálfboðaliðar Vatnaskógar kalla sig, láti sig dreyma stórt. „Þegar mér finnst þetta kannski vera of hátt markmið hugsa ég til sögu staðarins. Er þetta eitthvað óraunsærra en að stofna sumarbúðir á stað þar sem enginn vegur nær til á tíma þar sem það var ekki einu sinni til íslensk útvarpsstöð? Að byggja skála í sumarbúðunum við mikinn vöruskort í miðri heimsstyrjöld? Jafnvel þó mér finnist ég stundum vera kominn út í of stórt verkefni þá hef ég fundið fyrir miklum stuðningi frá ýmsu fólki sem hefur jafn mikla ást á staðnum og ég. Þegar að ég kynnti söfnunina fyrir Skógarmönnum fékk ég strax hlýjar kveðjur. Margir gáfu strax eitthvað eða komu með hugmyndir fyrir söfnunina. Nú þegar erum við búin að safna fyrir fyrsta árinu og vel yfir það. Rekið af hugsjónum fyrir æsku landsins Pælingin er að hver sá sem vill segja sína sögu, eða einfaldlega leggja málefninu lið, og velji hvaða málstaði innan félagsins hann vilji styrkja og leggi 1.000 krónur inn á söfnunarsíðuna sem ég hef nú stofnað. Félagið er rekið af hugsjónum fyrir æsku landsins en starfið nýtur mikillar virðingar og er alls ekki hagnaðardrifið. Í mínum huga er Vatnaskógur sannkallað ævintýraland sem býður börnum og unglingum tækfæri til að rækta allt í senn líkama, sál og anda. Markmiðið er að börn finni að þau skipti máli og geti ræktað hæfileika sína á skemmtilegan hátt, um leið og þau efla trúarvitund og félagsþroska í fallegri náttúru.“ Treystum á góðmennsku og sjálfboðavinnu Nói Pétur bætir við að hundruð sjálfboðaliða leggi starfinu lið og því margfaldist hver króna sem rennur til starfsins. „Frábært dæmi er heimasíðan sem er unnin af sjálfboðaliðum. Mér finnst svo mikilvægt að komandi kynslóðir stefni að því að bæta starf Vatnaskógar, byggja upp og miðla boðskap sem eftir einstaklinga til góðs. Til þess treystum við á góðmennsku fólks og sjálfboðavinnu.“ Nói Pétur segir markmiðið að ná til allra landsmanna sem hafa komið í Vatnaskóg eða sent börnin sín þangað.Vísir/Villi Hundruðir barna heimsækja búðirnar á sumri hverju. Það gefur því augaleið að frásagnirnar séu fjölbreyttar og vonandi í flestum tilfellum gleðilegar. „Söfnunin er víðtæk og er markmið okkar að ná til allra landsmanna sem hafa komið í Vatnaskóg eða sent börnin sín þangað. Við köllum á fyrirtæki, einstaklinga og félög til að styrkja okkur. Það er hægt að gera á vefsíðunni okkar, vatnaskogur100.is. Við erum einnig með fjáraflanir eins og línuhappdrætti og svo verður einnig áheitasöfnun fyrir endurgerð fyrstu ferðarinnar í Vatnaskóg, en þá var gengið úr Mosfellssveit og í sumarbúðirnar en sú ferð tekur einn og hálfan dag,“ segir Nói Pétur að lokum. Áhugasamir eru að sjálfsögðu hvattir til þess að leggja málefninu lið.
Trúmál Hvalfjarðarsveit Félagasamtök Tengdar fréttir Guðdómleg kveðja frá kór Lindakirkju til strákanna okkar | Myndband Kór Lindakirkju tók lagið til að styðja strákana til sigurs í dag og á HM 2019. 13. janúar 2019 14:16 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Guðdómleg kveðja frá kór Lindakirkju til strákanna okkar | Myndband Kór Lindakirkju tók lagið til að styðja strákana til sigurs í dag og á HM 2019. 13. janúar 2019 14:16