Instagramklásúla í samningnum sem gæti reynst dýrkeypt Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 09:31 Felix Nmecha er nýr leikmaður Dortmund þrátt fyrir mótmæli stuðningsmanna. Vísir/Getty Á dögunum festi Borussia Dortmund kaup á hinum tuttugu og þriggja ára gamla Felix Nmecha frá Wolfsburg. Í samningi Nmecha er að finna klásúlu sem hefur vakið nokkra athygli. Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund voru ekkert yfir sig ánægðir þegar félagið tilkynnti um kaupinn á Felix Nmecha. Leikmaðurinn hefur nefnilega í þónokkur skipti tjáð sig á bæði trans- og hómófóbískan hátt á samfélagsmiðlum og vildu stuðningsmenn Dortmund meina að kaupin gengju gegn gildum félagsins. Gekk þetta meira að segja svo langt að stuðningsmennirnir boðuðu til mótmæla vegna kaupanna en það hafði þó lítið að segja. Nmecha er orðinn leikmaður Dortmund og nú hefur komið í ljós að í samningi hans er að finna klásúlu sem er ansi forvitnileg. Klásúlan hljóðar þannig að ef Nmecha brýtur gegn gildum félagsins á samfélagsmiðlum þá fær hann eina milljón evra í sekt, sem gerir tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Vonast forsvarsmenn Dortmund að þetta muni fá Nmecha til að hugsa sig tvisvar um áður en hann skellir í stöðuuppfærslu. Nmecha heldur því sjálfur fram að áðurnefnd innlegg hans á samfélagsmiðlum hafi verið tekin úr samhengi og hann lýsir sjálfum sér sem kristnum og að hann „elski allar manneskjur.“ Samningur Nmecha við Dortmund gildir til ársins 2028 en hann skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendinga í 30 deildarleikjum með Wolfsburg á síðustu leiktíð. Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund voru ekkert yfir sig ánægðir þegar félagið tilkynnti um kaupinn á Felix Nmecha. Leikmaðurinn hefur nefnilega í þónokkur skipti tjáð sig á bæði trans- og hómófóbískan hátt á samfélagsmiðlum og vildu stuðningsmenn Dortmund meina að kaupin gengju gegn gildum félagsins. Gekk þetta meira að segja svo langt að stuðningsmennirnir boðuðu til mótmæla vegna kaupanna en það hafði þó lítið að segja. Nmecha er orðinn leikmaður Dortmund og nú hefur komið í ljós að í samningi hans er að finna klásúlu sem er ansi forvitnileg. Klásúlan hljóðar þannig að ef Nmecha brýtur gegn gildum félagsins á samfélagsmiðlum þá fær hann eina milljón evra í sekt, sem gerir tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Vonast forsvarsmenn Dortmund að þetta muni fá Nmecha til að hugsa sig tvisvar um áður en hann skellir í stöðuuppfærslu. Nmecha heldur því sjálfur fram að áðurnefnd innlegg hans á samfélagsmiðlum hafi verið tekin úr samhengi og hann lýsir sjálfum sér sem kristnum og að hann „elski allar manneskjur.“ Samningur Nmecha við Dortmund gildir til ársins 2028 en hann skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendinga í 30 deildarleikjum með Wolfsburg á síðustu leiktíð.
Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira