Gabriel Jesus grét undan Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 14:31 Pep Guardiola gefur hér Gabriel Jesus fyrirmæli í Meistaradeildarleik. Getty/Dave Howarth Gabriel Jesus fór yfir ástæður þess að hann yfirgaf Manchester City fyrir ári síðan og það var vegna meðferðarinnar sem hann fékk hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus. Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus.
Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira