„Kjánalegt“ ef evrópska liðið hunsar kylfinga sem völdu LIV-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júlí 2023 22:31 Graeme McDowell vonast til að sjá LIV-kylfinga í evrópska liðinu í Ryder-bikarnum. Octavio Passos/Getty Images Graeme McDowell, fyrrverandi varafyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum, segir að Evrópumótaröðin, DP World Tour, muni líta kjánalega út ef þeir kylfingar sem skiptu yfir á sádiarabísku LIV-mótaröðina komi ekki til greina í liðið fyrir Ryder-bikarinn í september. Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“ Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira
Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“
Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira