Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 11:50 Jón Guðni tók við starfi bankastjóra í síðustu viku, eftir að Birna Einarsdóttir lét af störfum. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa nú látið af störfum eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum bankans við sölu á hlutum í honum í útboði bankans í fyrra. Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2019, lét í gær af störfum. Á laugardag lét Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, af störfum og í síðustu viku sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri, upp. „Með þessu erum við búin að klára þær breytingar sem við teljum rétt að gera. Við fórum vel yfir þetta mál og þetta er það fyrsta sem ég skoðaði. Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Hann segir að samið hafi verið um starfslok Ásmundar og Atla Rafns og megi því segja að starfslokin hafi verið af beggja frumkvæði. Aðrar starfsmannabreytingar hafi ekki orðið. „Eins og er bent á í skýrslunni voru klárlega mistök í framkvæmd þessarar sölu. Ef einn starfsmaður gerir mistök eru mistökin hans. Ef hópur starfsmanna gerir mistök er það klárt að það eru stjórnendur sem bera ábyrgðina. Eins og ég sagði áðan er enginn þeirra stjórnenda sem kom að verkinu enn í sínum störfum og hafa því axlað sína ábyrgð,“ segir Jón Guðni. Nú verði farið í að undirbúa aðrar úrbætur og greint frá þeim á hluthafafundi 28. júlí, sem verður opinn öllum í streymi. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa nú látið af störfum eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum bankans við sölu á hlutum í honum í útboði bankans í fyrra. Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2019, lét í gær af störfum. Á laugardag lét Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, af störfum og í síðustu viku sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri, upp. „Með þessu erum við búin að klára þær breytingar sem við teljum rétt að gera. Við fórum vel yfir þetta mál og þetta er það fyrsta sem ég skoðaði. Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Hann segir að samið hafi verið um starfslok Ásmundar og Atla Rafns og megi því segja að starfslokin hafi verið af beggja frumkvæði. Aðrar starfsmannabreytingar hafi ekki orðið. „Eins og er bent á í skýrslunni voru klárlega mistök í framkvæmd þessarar sölu. Ef einn starfsmaður gerir mistök eru mistökin hans. Ef hópur starfsmanna gerir mistök er það klárt að það eru stjórnendur sem bera ábyrgðina. Eins og ég sagði áðan er enginn þeirra stjórnenda sem kom að verkinu enn í sínum störfum og hafa því axlað sína ábyrgð,“ segir Jón Guðni. Nú verði farið í að undirbúa aðrar úrbætur og greint frá þeim á hluthafafundi 28. júlí, sem verður opinn öllum í streymi.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34
„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03
Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01