Ísland byrjar á leik við langdýrasta mann EM Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 09:31 Iván Fresneda er eftirsóttur hjá stórliðum í Evrópu en hann er í spænska hópnum sem mætir Íslandi í kvöld Getty/Seb Daly Íslenska U19-landsliðið í fótbolta karla hefur í dag keppni á sjálfu Evrópumótinu sem fram fer á Möltu. Andstæðingarnir í fyrsta leik eru ógnarsterkt lið Spánverja. Í spænska liðinu eru tveir verðmætustu leikmenn mótsins samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt, sem sérhæfir sig í að verðmeta knattspyrnumenn. Leikmennirnir á mótinu eru að sjálfsögðu ungir og ekki komið í ljós hve góðir þeir geta orðið, en einn maður sker sig verulega úr samkvæmt verðmati Transfermarkt. Það er spænski bakvörðurinn Iván Fresneda, leikmaður Valladolid, sem sterklega hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði en er núna einnig sagður í sigti Barcelona. Eftir fall Valladolid úr efstu deild er Fresneda, samkvæmt ákvæði í samningi, falur fyrir 20 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er hann metinn á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Euro U-19 players with the highest market value by @Transfermarkt: Iván Fresneda 15M Ilias Akhomach 3M Rodrigo Ribeiro 3M Luca D'Andrea 2,5M Gonçalo Esteves 2M Gustavo Sá 1,5M Cher Ndour 1,5M Tomasz Pie ko 1,2M Jakub Lewicki 1,2M Mi osz pic.twitter.com/yaFEErzXvm— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 3, 2023 Spánverjar eiga einnig næstdýrasta leikmann EM, samkvæmt Transfermarkt, en það er kantmaðurinn Ilias Akhomach sem er á mála hjá Barcelona. Hann er metinn á þrjár milljónir evra, rétt eins og Portúgalinn Rodrigo Ribeiro. „Spánverjar eru auðvitað einna sigurstranglegastir á þessu móti. Sóknarlega og varnarlega, og þegar þeir vinna boltann, eru þeir einstakir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19-landsliðsins, á vef UEFA. Eggert Aron Guðmundsson í stuði í myndatöku UEFA fyrir mótið.Getty/Seb Daly Eggert Aron sá dýrasti eftir forföllin Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er verðmætastur í íslenska hópnum samkvæmt Transfermarkt en hann er metinn á 150 þúsund evrur, jafnvirði 22 milljóna króna, eða 1/100 af því verði sem sett er á Fresneda. Eggert er í 62.-68. sæti yfir dýrustu leikmenn mótsins hjá Transfermarkt. Ísland er án sinna bestu leikmanna því þeir Kristian Nökkvi Hlynsson úr Ajax, Orri Steinn Óskarsson úr FC Kaupmannahöfn og Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að fara á mótið. Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö missir einnig af mótinu vegna meiðsla. Séu þessir taldir með er Kristian með hæsta verðmiðann á sér en hann er metinn á 750.000 evrur hjá Transfermarkt, jafnvirði um 111 milljóna króna. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi líkt og aðrir leikir U19-landsliðsins á EM. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Í spænska liðinu eru tveir verðmætustu leikmenn mótsins samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt, sem sérhæfir sig í að verðmeta knattspyrnumenn. Leikmennirnir á mótinu eru að sjálfsögðu ungir og ekki komið í ljós hve góðir þeir geta orðið, en einn maður sker sig verulega úr samkvæmt verðmati Transfermarkt. Það er spænski bakvörðurinn Iván Fresneda, leikmaður Valladolid, sem sterklega hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði en er núna einnig sagður í sigti Barcelona. Eftir fall Valladolid úr efstu deild er Fresneda, samkvæmt ákvæði í samningi, falur fyrir 20 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er hann metinn á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Euro U-19 players with the highest market value by @Transfermarkt: Iván Fresneda 15M Ilias Akhomach 3M Rodrigo Ribeiro 3M Luca D'Andrea 2,5M Gonçalo Esteves 2M Gustavo Sá 1,5M Cher Ndour 1,5M Tomasz Pie ko 1,2M Jakub Lewicki 1,2M Mi osz pic.twitter.com/yaFEErzXvm— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 3, 2023 Spánverjar eiga einnig næstdýrasta leikmann EM, samkvæmt Transfermarkt, en það er kantmaðurinn Ilias Akhomach sem er á mála hjá Barcelona. Hann er metinn á þrjár milljónir evra, rétt eins og Portúgalinn Rodrigo Ribeiro. „Spánverjar eru auðvitað einna sigurstranglegastir á þessu móti. Sóknarlega og varnarlega, og þegar þeir vinna boltann, eru þeir einstakir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19-landsliðsins, á vef UEFA. Eggert Aron Guðmundsson í stuði í myndatöku UEFA fyrir mótið.Getty/Seb Daly Eggert Aron sá dýrasti eftir forföllin Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er verðmætastur í íslenska hópnum samkvæmt Transfermarkt en hann er metinn á 150 þúsund evrur, jafnvirði 22 milljóna króna, eða 1/100 af því verði sem sett er á Fresneda. Eggert er í 62.-68. sæti yfir dýrustu leikmenn mótsins hjá Transfermarkt. Ísland er án sinna bestu leikmanna því þeir Kristian Nökkvi Hlynsson úr Ajax, Orri Steinn Óskarsson úr FC Kaupmannahöfn og Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að fara á mótið. Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö missir einnig af mótinu vegna meiðsla. Séu þessir taldir með er Kristian með hæsta verðmiðann á sér en hann er metinn á 750.000 evrur hjá Transfermarkt, jafnvirði um 111 milljóna króna. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi líkt og aðrir leikir U19-landsliðsins á EM.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira