„Sjúkrahús“ Ronaldo pirrar nágrannana Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 17:00 Cristiano Ronaldo lék sinn tvöhundraðasta landsleik hér á Íslandi á dögunum. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo er að byggja sér hús í Lissabon í Portúgal. Bygging hússins hefur tekið langan tíma og nú eru nágrannar stórstjörnunnar orðnir pirraðir. Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádiarabísku deildinni í knattspyrnu. Hann býr þar ásamt fjölskyldunni en síðustu mánuðina hefur hann einnig verið að byggja sér framtíðarheimili í Lissabon í heimalandi sínu. Hann keypti landareign í útjaðri borgarinnar fyrir þremur árum með þær áætlanir að byggja þar risastórt hús. Nú þremur árum síðar er húsið enn ekki tilbúið og nágrannar hans eru orðnir óþreyjufullir enda stórt verkefni sem orsakar rask í nágrenninu. „Þau eru búin að vera að byggja í þrjú ár. Húsið er svo stórt að það lítur út eins og sjúkrahús. Gatan mín hefur verið lokuð í fleiri mánuði og garðurinn minn er fullur af ryki,“ segir ósáttur nágranni. Nágrannarnir eru sömuleiðis hræddir um að húsið komi til með að minnka útsýni frá þeirra húsum. Áætlað er að það verði 2720 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu hússins var áætlaður 17 milljónir punda en þær áætlanir hafa heldur betur sprungið því Ronaldo hefur nú þegar þurft að punga út rúmlega 28 milljónum punda eða tæplega fimm milljörðum íslenskra króna. Húsið er staðsett í hverfinu Quina de Marinha sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Það er á þremur hæðum með stórri innanhússundlaug, líkamsrækt og þar verður pláss fyrir tuttugu bíla í bílskúr. Sádiarabíski boltinn Portúgal Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádiarabísku deildinni í knattspyrnu. Hann býr þar ásamt fjölskyldunni en síðustu mánuðina hefur hann einnig verið að byggja sér framtíðarheimili í Lissabon í heimalandi sínu. Hann keypti landareign í útjaðri borgarinnar fyrir þremur árum með þær áætlanir að byggja þar risastórt hús. Nú þremur árum síðar er húsið enn ekki tilbúið og nágrannar hans eru orðnir óþreyjufullir enda stórt verkefni sem orsakar rask í nágrenninu. „Þau eru búin að vera að byggja í þrjú ár. Húsið er svo stórt að það lítur út eins og sjúkrahús. Gatan mín hefur verið lokuð í fleiri mánuði og garðurinn minn er fullur af ryki,“ segir ósáttur nágranni. Nágrannarnir eru sömuleiðis hræddir um að húsið komi til með að minnka útsýni frá þeirra húsum. Áætlað er að það verði 2720 fermetrar að stærð. Kostnaður við byggingu hússins var áætlaður 17 milljónir punda en þær áætlanir hafa heldur betur sprungið því Ronaldo hefur nú þegar þurft að punga út rúmlega 28 milljónum punda eða tæplega fimm milljörðum íslenskra króna. Húsið er staðsett í hverfinu Quina de Marinha sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Það er á þremur hæðum með stórri innanhússundlaug, líkamsrækt og þar verður pláss fyrir tuttugu bíla í bílskúr.
Sádiarabíski boltinn Portúgal Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira