Biden má ekki afskrifa námslán fyrir 400 milljarða dala Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 23:25 Joe Biden var harðorður í garð hæstaréttar Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Evan Vucci/AP Hæstiréttur Bandaríkjana kvað í dag upp dóm þess efnis að áform Joes Biden Bandaríkjaforseta, um að afskrifa námslán allt að 43 milljóna Bandaríkjamanna, væru ólögmæt. Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum. Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum.
Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent