Tennishátíð í beinni: „Erum mjög spennt að gera eins mikið úr þessu og hægt er“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2023 10:31 Raj K. Bonifacius (t.h.), mótstjóri, er sjálfur lunkinn tenniskappi. mynd/tennisklúbbur víkings Íslandsmótið í tennis utanhúss fer fram þessa dagana og Stöð 2 Sport verður á staðnum á sunnudaginn og sýnir beint frá úrslitum mótsins. Raj K. Bonifacius, mótstjóri, segir að framundan sé algjör tennishátíð og vonar að mótið kveiki meiri áhuga á íþróttinni meðal Íslendinga. „Þetta hófst núna á mánudaginn og það eru 24 keppnisflokkar þar sem elsti keppandi er tæplega sjötíu ára gamall og sá yngsti er sjö ára. Þannig að þetta er fólk á öllum aldri, frá sjö upp í 68 ára,“ sagði Raj í samtali við Vísi í vikunni. „Fjölmennasti flokkurinn er Meistaraflokkur kvenna og í heildina eru þetta í kringum 110 keppendur.“ Láta íslenska veðrið ekki stoppa sig Eins og lesendur Vísis þekkja vel er íslenska veðrið ekki alltaf eitthvað til að hrópa húrra yfir. Þrátt fyrir það segir Raj að veður og vindar hefi lítil sem engin áhrif á tennisiðkun utanhúss nema í undantekningartilfellum. „Á þriðjudaginn spilaði fólk bara í rigningunni. Það rigndi alveg stöðugt en það var hægt að spila í gegnum það því vellirnir eru orðnir svo góðir. Þetta er gervigras sem hentar vel við íslenskar veðuraðstæður.“ „Það er svolítið rok núna en það er enginn vandi að spila tennis í smá roki. Við frestum ekki endilega keppni af því að það er of mikið rok. En ef það er gul veðurviðvörun þá hættum við,“ sagði Raj léttur. Á sjálfur möguleika þar til hann mætir andstæðingi sem sýnir honum annað Eins og áður segir verða úrslitaleikirnir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn, en fyrir þá sem vilja fylgjast með fram að því benti Raj á nokkra keppendur sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með. Þrátt fyrir að vera sjálfur skráður til leiks vildi hann þó ekki endilega beina athyglinni að sjálfum sér. „Mér finnst ég nú alveg eiga séns en svo mætir maður einhverjum andstæðingi sem sýnir manni eitthvað allt annað.“ „Ég held að eins og í kvennaflokknum þá eru þessar þrjár efstu konur þar ríkjandi Íslandsmeistari utanhúss og ríkjandi Íslandsmeistari innanhúss og svo önnur sem hefur verið Íslandsmeistari bæði í utan- og innanhúss. Ein af þeim þrem er mjög líkleg til að vinna mótið. Þetta eru þær Sofia Sólei Jónasdóttir, Anna Soffia Grönholm og Garima Nitinkumar Kalugade. Þær þrjár eru svona líklegastar til að vinna mótið.“ Tennishátíð framundan Þá segir Raj að hingað til hafi mótið gengið virkilega vel og að stefnan sé sett á tennishátíð um helgina. „Við ætlum að vera með tennishátíð á sunnudaginn í kringum úrslitaleikina. Fólk getur komið og það verða einhverjir básar þar sem verður hægt að prófa hitt og þetta. Svo eru náttúrulega úrslitaleikirnir sjálfir og hamborgarar. Þetta er allt ókeypis og fólk getur komið og fengið fría hamborgara og happdrættismiða þar sem hægt verður að vinna einhverja tennisvinninga.“ „Tennissambandið er að nota þetta sem svona kynningarátak. Stöð 2 Sport er að koma að sýna frá leikjunum þannig að við erum mjög spennt að gera eins mikið og hægt er að gera úr þessu. Þetta verður allt ókeypis og meira að segja hægt að fá ókeypis hamborgara og drykki hérna.“ Vonar að mótið kveiki tennisáhuga Hann hvetur fólk einnig til að mæta á svæðið og vonar að þetta muni að einhverju leyti auka áhuga Íslendinga á tennis. „Það hefur verið voða lítið sýnt frá íslenskum tennis. Við erum með eina stelpu sem er að spila virkilega vel núna sem er 12 ára og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er búin að spila tennis í sex ár núna og búin að æfa mjög vel og ég held að það séu margir sem eru búnir að taka eftir henni.“ „Ísland er að taka þátt á HM í tennis, bæði karla- og kvennalandsliðin, og svo erum við í verkefnum eins og Youth Olympic Festival sem er keppni sem ÍSÍ sendir fjóra krakka í. Svo eru núna í ágúst Smáþjóðaleikarnir í tennis fyrir krakka 14 ára og yngri.“ „Þessir krakkar eru núna að keppa og æfa og það skiptir miklu máli að taka þátt. Það eru mjög margir krakkar sem æfa tennis, en kannski ekki jafn margir sem keppa,“ sagði Raj að lokum. Úrslitaleikir Íslandsmótsins verða eins og áður segir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn og hefst útsendingin klukkan 13:50. Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
„Þetta hófst núna á mánudaginn og það eru 24 keppnisflokkar þar sem elsti keppandi er tæplega sjötíu ára gamall og sá yngsti er sjö ára. Þannig að þetta er fólk á öllum aldri, frá sjö upp í 68 ára,“ sagði Raj í samtali við Vísi í vikunni. „Fjölmennasti flokkurinn er Meistaraflokkur kvenna og í heildina eru þetta í kringum 110 keppendur.“ Láta íslenska veðrið ekki stoppa sig Eins og lesendur Vísis þekkja vel er íslenska veðrið ekki alltaf eitthvað til að hrópa húrra yfir. Þrátt fyrir það segir Raj að veður og vindar hefi lítil sem engin áhrif á tennisiðkun utanhúss nema í undantekningartilfellum. „Á þriðjudaginn spilaði fólk bara í rigningunni. Það rigndi alveg stöðugt en það var hægt að spila í gegnum það því vellirnir eru orðnir svo góðir. Þetta er gervigras sem hentar vel við íslenskar veðuraðstæður.“ „Það er svolítið rok núna en það er enginn vandi að spila tennis í smá roki. Við frestum ekki endilega keppni af því að það er of mikið rok. En ef það er gul veðurviðvörun þá hættum við,“ sagði Raj léttur. Á sjálfur möguleika þar til hann mætir andstæðingi sem sýnir honum annað Eins og áður segir verða úrslitaleikirnir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn, en fyrir þá sem vilja fylgjast með fram að því benti Raj á nokkra keppendur sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með. Þrátt fyrir að vera sjálfur skráður til leiks vildi hann þó ekki endilega beina athyglinni að sjálfum sér. „Mér finnst ég nú alveg eiga séns en svo mætir maður einhverjum andstæðingi sem sýnir manni eitthvað allt annað.“ „Ég held að eins og í kvennaflokknum þá eru þessar þrjár efstu konur þar ríkjandi Íslandsmeistari utanhúss og ríkjandi Íslandsmeistari innanhúss og svo önnur sem hefur verið Íslandsmeistari bæði í utan- og innanhúss. Ein af þeim þrem er mjög líkleg til að vinna mótið. Þetta eru þær Sofia Sólei Jónasdóttir, Anna Soffia Grönholm og Garima Nitinkumar Kalugade. Þær þrjár eru svona líklegastar til að vinna mótið.“ Tennishátíð framundan Þá segir Raj að hingað til hafi mótið gengið virkilega vel og að stefnan sé sett á tennishátíð um helgina. „Við ætlum að vera með tennishátíð á sunnudaginn í kringum úrslitaleikina. Fólk getur komið og það verða einhverjir básar þar sem verður hægt að prófa hitt og þetta. Svo eru náttúrulega úrslitaleikirnir sjálfir og hamborgarar. Þetta er allt ókeypis og fólk getur komið og fengið fría hamborgara og happdrættismiða þar sem hægt verður að vinna einhverja tennisvinninga.“ „Tennissambandið er að nota þetta sem svona kynningarátak. Stöð 2 Sport er að koma að sýna frá leikjunum þannig að við erum mjög spennt að gera eins mikið og hægt er að gera úr þessu. Þetta verður allt ókeypis og meira að segja hægt að fá ókeypis hamborgara og drykki hérna.“ Vonar að mótið kveiki tennisáhuga Hann hvetur fólk einnig til að mæta á svæðið og vonar að þetta muni að einhverju leyti auka áhuga Íslendinga á tennis. „Það hefur verið voða lítið sýnt frá íslenskum tennis. Við erum með eina stelpu sem er að spila virkilega vel núna sem er 12 ára og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er búin að spila tennis í sex ár núna og búin að æfa mjög vel og ég held að það séu margir sem eru búnir að taka eftir henni.“ „Ísland er að taka þátt á HM í tennis, bæði karla- og kvennalandsliðin, og svo erum við í verkefnum eins og Youth Olympic Festival sem er keppni sem ÍSÍ sendir fjóra krakka í. Svo eru núna í ágúst Smáþjóðaleikarnir í tennis fyrir krakka 14 ára og yngri.“ „Þessir krakkar eru núna að keppa og æfa og það skiptir miklu máli að taka þátt. Það eru mjög margir krakkar sem æfa tennis, en kannski ekki jafn margir sem keppa,“ sagði Raj að lokum. Úrslitaleikir Íslandsmótsins verða eins og áður segir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn og hefst útsendingin klukkan 13:50.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn