Hamilton og Verstappen ósammála um stóra reglubreytingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2023 20:31 Lewis Hamilton og Max Verstappen eru langt frá því að vera sammála. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill að ný regla verði kynnt til leiks í Formúlu 1 sem segir til um hvenær lið megi byrja að vinna í bíl næsta tímabils. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki sammála. Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“ Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“
Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn