Bandarísku fótboltastelpurnar fá verðlaun fyrir jafnréttisbaráttu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 11:00 Megan Rapinoe og Alex Morgan eru leiðtogar bandaríska kvennalandsliðið og hafa líka gert mikið fyrir baráttuna utan vallar. Getty/Mike Ehrmann Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta er að hefja titilvörn sína á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í næsta mánuði en það hefur mikið breyst síðan þær unnu heimsmeistaratitilinn sumarið 2019. Bandaríska liðið fór, eftir heimsmeistaratitil sinn, á fullt í baráttu sinni fyrir að fá jafnmikið borgað og leikmenn karlalandsliðsins. Karlarnir voru ekki nálægt því að ná sama árangri og margfaldir meistarar kvennaliðsins en fengu samt miklu meiri umbun hjá sambandinu. The @USWNT is set to be honored with the Arthur Ashe Award for Courage at the ESPY Awards next month for its fight for equal pay with the men's soccer team. https://t.co/c7ta46tUdG— Good Morning America (@GMA) June 28, 2023 Eftir þriggja ára baráttu náðist loksins sátt í fyrra og núna fá landsliðskonurnar það sama og karlarnir. Þær höfðuu málsókn gegn sambandinu en það náðist síðan sátt utan réttarsalarins. Forráðamenn ESPYS verðlaunanna ætla nú að heiðra landsliðskonurnar fyrir þessa hugrökku baráttu sína fyrir jafnrétti en þær sem munu auðvitað græða mest á þessu eru landsliðskonur framtíðarinnar. ESPYS hefur ákveðið að bandarísku fótboltastelpurnar fá Arthur Ashe verðlaunin fyrir þessa jafnréttisbaráttu sína. Á sama tíma hefur pressan aukist á Alþjóðasambandið, FIFA, að jafna muninn hjá sér. Verðlaunféð hefur hækkað mjög mikið milli heimsmeistaramóta hjá konunum en þær eru samt enn mjög mjög langt á eftir körlunum. Það er samt engin spurning um það að barátta og sigur bandarísku landsliðsleikmannanna á óréttlætinu hjá sínu eigin knattspyrnusambandi hefur án efa lagt grunninn að frekari sigrum í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna út um allan heim. Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Bandaríska liðið fór, eftir heimsmeistaratitil sinn, á fullt í baráttu sinni fyrir að fá jafnmikið borgað og leikmenn karlalandsliðsins. Karlarnir voru ekki nálægt því að ná sama árangri og margfaldir meistarar kvennaliðsins en fengu samt miklu meiri umbun hjá sambandinu. The @USWNT is set to be honored with the Arthur Ashe Award for Courage at the ESPY Awards next month for its fight for equal pay with the men's soccer team. https://t.co/c7ta46tUdG— Good Morning America (@GMA) June 28, 2023 Eftir þriggja ára baráttu náðist loksins sátt í fyrra og núna fá landsliðskonurnar það sama og karlarnir. Þær höfðuu málsókn gegn sambandinu en það náðist síðan sátt utan réttarsalarins. Forráðamenn ESPYS verðlaunanna ætla nú að heiðra landsliðskonurnar fyrir þessa hugrökku baráttu sína fyrir jafnrétti en þær sem munu auðvitað græða mest á þessu eru landsliðskonur framtíðarinnar. ESPYS hefur ákveðið að bandarísku fótboltastelpurnar fá Arthur Ashe verðlaunin fyrir þessa jafnréttisbaráttu sína. Á sama tíma hefur pressan aukist á Alþjóðasambandið, FIFA, að jafna muninn hjá sér. Verðlaunféð hefur hækkað mjög mikið milli heimsmeistaramóta hjá konunum en þær eru samt enn mjög mjög langt á eftir körlunum. Það er samt engin spurning um það að barátta og sigur bandarísku landsliðsleikmannanna á óréttlætinu hjá sínu eigin knattspyrnusambandi hefur án efa lagt grunninn að frekari sigrum í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna út um allan heim.
Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira