„Leikurinn er hraðari og það er orðið miklu meira álag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 20:31 Friðrik Ellert Jónsson sinnir fjölmörgum knattspyrnumönnum í starfi sínu sem sjúkraþjálfari. Skjáskot Friðrik Ellert Jónsson segir álag í knattspyrnu vera mikið meira en það var fyrir tíu árum síðan. Friðrik var á mála hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist. Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði. „Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli. „Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“ Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum. „Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“ Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur. „Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“ Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist. Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði. „Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli. „Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“ Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum. „Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“ Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur. „Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“ Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31