Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 11:49 Mia Skadhauge Stevn hafði verið að skemmta sér á Jomfru Ane Gade í Álaborg, gengið svo Borgergade til vesturs og svo Vesturbrú til suðurs þar sem hún settist upp í bílinn hjá Thomas. Lögregla í Danmörku Thomas Thomsen, 38 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um tilraun til að nauðga henni og ósæmilega meðferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta. Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kviðdómur útskýringar mannsins vegna málsins ekki trúanlegar, að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins. Þungi refsingar verður tilkynntur í fyrramálið klukkan 09:00. Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að brot um ósæmilega meðferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafngreindur af dönskum miðlum. Var á djamminu Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov. Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og var ákærður vegna málsins í mars síðastliðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag. Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær útskýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Dómur var kveðinn upp nú fyrir skemmstu og töldu dómarar og kviðdómur útskýringar mannsins vegna málsins ekki trúanlegar, að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Thomas mun fá í hið minnsta fimm ára dóm og allt að lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins. Þungi refsingar verður tilkynntur í fyrramálið klukkan 09:00. Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að brot um ósæmilega meðferð á líki Miu. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann er nafngreindur af dönskum miðlum. Var á djamminu Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov. Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Thomas hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og var ákærður vegna málsins í mars síðastliðnum og fundinn sekur um vegna málsins í dag. Nauðgaði Miu áður en hann myrti hana Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að dómarar og kviðdómur telji sannað að Thomas hafi boðið Miu far til síns heima af djamminu í Álaborg og svo valdið dauða hennar með því að þrengja að öndunarvegi hennar. Hann hefur haldið því fram að um slys hafi verið að ræða. Þau hafi farið út úr bílnum og sofið saman. Mia hafi fallið og töskuband setið fast um háls hennar og segir Thomas það hafa fest sig í einhverju á jörðinni. Hann hafi komið henni meðvitundarlausri fyrir í skottinu sínu þar sem hann segir hana hafa látist af áverkum sínum. Hefur Thomas haldið því fram að hann hafi að því loknu losað sig við lík hennar með því að saga það í sundur. Rétturinn telur hins vegar sannað að Mia hafi verið myrt. Þá hefur Thomas haldið því fram að Mia hafi viljað sofa hjá sér af fúsum og frjálsum vilja. Dómararnir segja þær útskýringar ekki halda vatni, gögn málsins sýni fram á að hann hafi reynt að nauðga henni áður en hann myrti hana. Hann hafi keyrt með hana á afvikinn stað í skóglendi skammt frá þar sem hann hafi ætlað að nauðga henni. Þá var Thomas fundinn sekur um ósæmilega meðferð á líki hennar en hann keyrði með lík hennar til síns heima þar sem hann sagaði lík hennar í sundur í meira en tvöhundruð búta. Lík hennar fannst í skóglendi þar sem Thomas hafði gert tilraun til að dreifa líkamsleifum hennar í skóglendi og jafnframt reynt að leysa þær upp með leysiefni.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira