Taldi brotið á tjáningarfrelsi eltihrellis sem sendi konu þúsundir skilaboða Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 15:34 Saksóknarar í Colorado þóttu ekki hafa sýnt fram á að maður sem sendi þúsundir óumbeðinna skilaboða til tónlistarkonu hafi ætlað sér að ógna henni með þeim. Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi sakfellingu eltihrellis sem sendi tónlistarkonu þúsundir skilaboða á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á að skilaboðin gengu lengra en almennt tjáningarfrelsi leyfði. Konan segist hafa óttast um líf sitt vegna skilaboðanna. Billy Raymond Counterman var sakfelldur fyrir að beita Coles Whalen, tónlistarkonu og lagahöfund, umsáturseinelti og að valda henni tilfinningalegum þjáningum árið 2017. Hann sendi Whalen þúsundir óumbeðinna skilaboða á samfélagsmiðlum á tveggja ára tímabili og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir. Counterman hafði áður sent konum ofbeldishótanir og var undir eftirliti vegna dóms sem hann hlaut í slíku máli þegar hann sendi Whalen skilaboðin. Hún hefur lýst því að hún hafi talið skilaboðin ógnandi og að þau hafi breytt lífi hennar. Hún hafi lamast af ótta og kvíða, aflýst tónleikum, sótt um byssuleyfi og sofið með kveikt ljós vegna stanslauss áreitis Counterman. Á meðal skilaboðanna sem Counterman sendi Whalen var: „Þú ert ekki góð fyrir mannleg samskipti. Deyðu. Þarf ekki á þér að halda.“ Í öðrum skilaboðum notaði hann fúkyrði og gaf í skyn að hann fylgdist með ferðum hennar. Counterman heldur því fram að hann þjáist af geðsjúkdómi og sé haldinn ranghugmyndum. Ætlaði sér ekki að ógna Whalen Áfrýjun Counterman á þeirri forsendu að skilaboðin væru varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár var hafnað þar sem ríkisdómstóll taldi þau fela í sér raunverulega hótun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur talið að beinar hótanir falli ekki undir tjáningarfrelsisákvæðið. Fyrir Hæstarétti héldu lögmenn Counterman því fram að saksóknarar í Colorado hefðu þurft að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að ógna Whalen áður en þeir ákváðu að skilaboð hans nytu ekki verndar stjórnarskrár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Counterman byggir á því að hann hafi aldrei ætlað sér að ógna Whalen og því hafi skilaboðin rúmast innan tjáningarfrelsis hans. Sjö dómarar af níu við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu rétt að ógilda sakfellingu eltihrellisins.Vísir/Getty Afgerandi meirihluti hæstaréttardómara tók undir rök Counterman. Saksóknarar þyrftu að sýna fram á að sakborningur hefði „hunsað verulega hættu á að litið yrði á skilaboð sem hótun um ofbeldi“ til þess að forðast kælingaráhrif á tjáningu sem fæli ekki í sér hótanir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Fjórir íhaldsmenn af sex og allir þrír frjálslyndu dómararnir stóðu að meirihlutaáliti í málinu. Lokaði ítrekað á hann á Facebook Whalen svaraði aldrei skilaboð Counterman sem hófu að berast árið 2014. Þegar hún lokaði á hann á samfélagsmiðlinum Facebook stofnaði hann nýja aðganga og sendi henni skilaboð á fleiri miðlum. Alls lokaði Whalen fjórum sinnum á Counterman á Facebook. Það var ekki fyrr en ættingi Whalen hafði samband við lögreglu sem Counterman var ákærður fyrir umsáturseinelti árið 2016. Það var skilgreind í lögum í Colorado sem skilaboð sem gætu valdið venjulegri manneskju alvarlegu tilfinningalegu uppnámi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Billy Raymond Counterman var sakfelldur fyrir að beita Coles Whalen, tónlistarkonu og lagahöfund, umsáturseinelti og að valda henni tilfinningalegum þjáningum árið 2017. Hann sendi Whalen þúsundir óumbeðinna skilaboða á samfélagsmiðlum á tveggja ára tímabili og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir. Counterman hafði áður sent konum ofbeldishótanir og var undir eftirliti vegna dóms sem hann hlaut í slíku máli þegar hann sendi Whalen skilaboðin. Hún hefur lýst því að hún hafi talið skilaboðin ógnandi og að þau hafi breytt lífi hennar. Hún hafi lamast af ótta og kvíða, aflýst tónleikum, sótt um byssuleyfi og sofið með kveikt ljós vegna stanslauss áreitis Counterman. Á meðal skilaboðanna sem Counterman sendi Whalen var: „Þú ert ekki góð fyrir mannleg samskipti. Deyðu. Þarf ekki á þér að halda.“ Í öðrum skilaboðum notaði hann fúkyrði og gaf í skyn að hann fylgdist með ferðum hennar. Counterman heldur því fram að hann þjáist af geðsjúkdómi og sé haldinn ranghugmyndum. Ætlaði sér ekki að ógna Whalen Áfrýjun Counterman á þeirri forsendu að skilaboðin væru varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár var hafnað þar sem ríkisdómstóll taldi þau fela í sér raunverulega hótun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur talið að beinar hótanir falli ekki undir tjáningarfrelsisákvæðið. Fyrir Hæstarétti héldu lögmenn Counterman því fram að saksóknarar í Colorado hefðu þurft að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að ógna Whalen áður en þeir ákváðu að skilaboð hans nytu ekki verndar stjórnarskrár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Counterman byggir á því að hann hafi aldrei ætlað sér að ógna Whalen og því hafi skilaboðin rúmast innan tjáningarfrelsis hans. Sjö dómarar af níu við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu rétt að ógilda sakfellingu eltihrellisins.Vísir/Getty Afgerandi meirihluti hæstaréttardómara tók undir rök Counterman. Saksóknarar þyrftu að sýna fram á að sakborningur hefði „hunsað verulega hættu á að litið yrði á skilaboð sem hótun um ofbeldi“ til þess að forðast kælingaráhrif á tjáningu sem fæli ekki í sér hótanir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Fjórir íhaldsmenn af sex og allir þrír frjálslyndu dómararnir stóðu að meirihlutaáliti í málinu. Lokaði ítrekað á hann á Facebook Whalen svaraði aldrei skilaboð Counterman sem hófu að berast árið 2014. Þegar hún lokaði á hann á samfélagsmiðlinum Facebook stofnaði hann nýja aðganga og sendi henni skilaboð á fleiri miðlum. Alls lokaði Whalen fjórum sinnum á Counterman á Facebook. Það var ekki fyrr en ættingi Whalen hafði samband við lögreglu sem Counterman var ákærður fyrir umsáturseinelti árið 2016. Það var skilgreind í lögum í Colorado sem skilaboð sem gætu valdið venjulegri manneskju alvarlegu tilfinningalegu uppnámi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira