„Ég held að skot Elísu hafi farið inn“ Jón Már Ferro skrifar 26. júní 2023 22:16 Murielle Tiernan, framherji Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Murielle Tiernan, framherji Tindastóls var kampakát eftir 0-1 sigur gegn Keflavík á HS Orku vellinum. Leikið var í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum. Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum.
Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira