„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. júní 2023 18:04 Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. „Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira