Framtíð Íslands mjög björt og ótrúlegt að sjá hvað þjálfarinn hefur gert Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 22:23 Þjálfarinn Roberto Martínez mætti í þriðja sinn á Laugardalsvöll og uppskar sigur í kvöld eins og með landsliði Belga. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, var afar hrifinn af frammistöðu Íslands í kvöld og segist lengi hafa notið þess að fylgjast með íslenska liðinu spila. Það hvarflaði aldrei að honum að taka Cristiano Ronaldo af velli, áður en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. Martínez segir mótspyrnu íslenska liðsins, þegar liðin mættust í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld, engan veginn hafa komið sér á óvart: „Nei, því ég kom hingað tvisvar með Belgíu. Ég veit að fyrsta markið breytir hlutunum. Þetta er mjög erfiður völlur því þetta lið er frábært í návígum, bæði skallaeinvígum og á jörðinni, og er með ótrúlega orku. Ég held að þetta hefði getað orðið allt öðruvísi ef þetta væri ekki seinni leikurinn á 72 tímum og mér fannst Ísland alls ekki verðskulda að tapa gegn Slóvakíu. Í kvöld höfðu þeir kannski enn meiri vilja til að ná í stigin sem þeir töldu sig eiga að fá á laugardaginn. En við komumst í góðar sóknarstöður, og náðum í 11 hornspyrnur sem ég teldi nokkuð gott. En ég var ekki hissa [á því hve erfitt var að brjóta vörn íslenska liðsins á bak aftur]. Ég var bara himinlifandi með að halda markinu hreinu því það hefði verið auðvelt að fá á sig mark úr skyndisókn eða upp úr innkasti,“ sagði Martínez á blaðamannafundi í kvöld, rétt áður en Åge Hareide mætti á sinn blaðamannafund. „Nýt þess alltaf að horfa á Ísland“ Martínez var eins og fyrr segir hrifinn af íslenska liðinu í kvöld, og leikstíl þess undir stjórn Hareide: „Ég nýt þess alltaf að horfa á Ísland, alveg frá því á EM 2016. Það er eitthvað sérstakt við það hvernig leikmenn spila fyrir Ísland. Núna eru kannski breytingar í gangi, ungir og spennandi leikmenn að koma inn eða jafnvel utan hóps. Framtíð Íslands er því mjög björt og þjálfarinn er afar reynslumikill, og það er ótrúlegt að sjá hvað hann hefur gert liðið vel skipulagt og samhæft á þremur dögum. Framtíðin er mjög björt,“ sagði Hareide. Vissi að þeir þyrftu á Ronaldo að halda Aðspurður hvort að hann teldi íslensku vörnina ekki hafa náð að halda Ronaldo vel í skefjum í kvöld, og hvort að hann hefði íhugað að taka hann af velli áður en sigurmarkið kom, svaraði Martínez: „Stundum var hann rangstæður en hann var alltaf á réttum stað. Ef það var einhver sem átti eftir að gera útslagið þá var það hann. Ég vissi að við þyrftum á honum að halda. Hugmyndin var að koma fleiri leikmönnum í kringum hann. Okkur tókst ekki að finna lokasendinguna en stundum þarf að sýna þolinmæðina fram á lokamínútu. Orkan er ekki sú sama í íslenska liðinu á fyrstu mínútunum og á 80. mínútu. Ronaldo notaði reynsluna sína til að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. 20. júní 2023 22:03 Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Ronaldo afgreiddi Ísland eftir rauða spjaldið Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks. 20. júní 2023 21:00 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Martínez segir mótspyrnu íslenska liðsins, þegar liðin mættust í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld, engan veginn hafa komið sér á óvart: „Nei, því ég kom hingað tvisvar með Belgíu. Ég veit að fyrsta markið breytir hlutunum. Þetta er mjög erfiður völlur því þetta lið er frábært í návígum, bæði skallaeinvígum og á jörðinni, og er með ótrúlega orku. Ég held að þetta hefði getað orðið allt öðruvísi ef þetta væri ekki seinni leikurinn á 72 tímum og mér fannst Ísland alls ekki verðskulda að tapa gegn Slóvakíu. Í kvöld höfðu þeir kannski enn meiri vilja til að ná í stigin sem þeir töldu sig eiga að fá á laugardaginn. En við komumst í góðar sóknarstöður, og náðum í 11 hornspyrnur sem ég teldi nokkuð gott. En ég var ekki hissa [á því hve erfitt var að brjóta vörn íslenska liðsins á bak aftur]. Ég var bara himinlifandi með að halda markinu hreinu því það hefði verið auðvelt að fá á sig mark úr skyndisókn eða upp úr innkasti,“ sagði Martínez á blaðamannafundi í kvöld, rétt áður en Åge Hareide mætti á sinn blaðamannafund. „Nýt þess alltaf að horfa á Ísland“ Martínez var eins og fyrr segir hrifinn af íslenska liðinu í kvöld, og leikstíl þess undir stjórn Hareide: „Ég nýt þess alltaf að horfa á Ísland, alveg frá því á EM 2016. Það er eitthvað sérstakt við það hvernig leikmenn spila fyrir Ísland. Núna eru kannski breytingar í gangi, ungir og spennandi leikmenn að koma inn eða jafnvel utan hóps. Framtíð Íslands er því mjög björt og þjálfarinn er afar reynslumikill, og það er ótrúlegt að sjá hvað hann hefur gert liðið vel skipulagt og samhæft á þremur dögum. Framtíðin er mjög björt,“ sagði Hareide. Vissi að þeir þyrftu á Ronaldo að halda Aðspurður hvort að hann teldi íslensku vörnina ekki hafa náð að halda Ronaldo vel í skefjum í kvöld, og hvort að hann hefði íhugað að taka hann af velli áður en sigurmarkið kom, svaraði Martínez: „Stundum var hann rangstæður en hann var alltaf á réttum stað. Ef það var einhver sem átti eftir að gera útslagið þá var það hann. Ég vissi að við þyrftum á honum að halda. Hugmyndin var að koma fleiri leikmönnum í kringum hann. Okkur tókst ekki að finna lokasendinguna en stundum þarf að sýna þolinmæðina fram á lokamínútu. Orkan er ekki sú sama í íslenska liðinu á fyrstu mínútunum og á 80. mínútu. Ronaldo notaði reynsluna sína til að vera á réttum stað á réttum tíma.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. 20. júní 2023 22:03 Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Ronaldo afgreiddi Ísland eftir rauða spjaldið Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks. 20. júní 2023 21:00 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12
Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. 20. júní 2023 22:03
Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Ronaldo afgreiddi Ísland eftir rauða spjaldið Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks. 20. júní 2023 21:00
Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21
Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08