Fleiri fréttir af opnunum í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2023 09:21 Veiði er hafinn í Víðidalsá Fleiri ár hafa verið að opna síðustu daga og heilt yfir virðast fyrstu dagarnir vera að gefa ágætis veiði en næsta stórstreymi á eftir að skera úr um hvernig sumarið kemur til með að líta út. Veiði hófst til að mynda í Laxá í Leirársveit á laugardaginn og þar veiddist einn lax á fyrstu vakt en nokkir laxar sýndu sig svo það er greinilega eitthvað komið í ána. Níu laxar veiddust í Víðidalsá á fyrsta degi og lax sást nokkuð víða. Fyrsti lax sumarsins úr ánni veiddist í Stekkjarfljóti og var það 81 sm hrygna en fjórir laxar veiddust í Harðeyrarstreng sem er einn af skemmtilegri veiðistöðum Víðidalsár. Fitjá gaf síðan þrjá laxa en það er vel þekkt að stofninn sem gengur upp í þessa rómuðu hliðará Víðidalsár er snemmgengur og það er ekki óalgengt á þessum tíma að sjá laxa í Tjarnarfljóti og Laxapolli sem eru ofarlega í ánni. Við fylgjumst spennt með næstu opnunum en Langá á Mýrum opnar í dag og Gljúfurá, Haffjarðará, Laxá í Aðaldal og fleiri ár opna svo í kjölfarið. Stangveiði Mest lesið Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vilja rækta Ísafjarðará Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veitt og sleppt á rjúpnaveiðum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði
Veiði hófst til að mynda í Laxá í Leirársveit á laugardaginn og þar veiddist einn lax á fyrstu vakt en nokkir laxar sýndu sig svo það er greinilega eitthvað komið í ána. Níu laxar veiddust í Víðidalsá á fyrsta degi og lax sást nokkuð víða. Fyrsti lax sumarsins úr ánni veiddist í Stekkjarfljóti og var það 81 sm hrygna en fjórir laxar veiddust í Harðeyrarstreng sem er einn af skemmtilegri veiðistöðum Víðidalsár. Fitjá gaf síðan þrjá laxa en það er vel þekkt að stofninn sem gengur upp í þessa rómuðu hliðará Víðidalsár er snemmgengur og það er ekki óalgengt á þessum tíma að sjá laxa í Tjarnarfljóti og Laxapolli sem eru ofarlega í ánni. Við fylgjumst spennt með næstu opnunum en Langá á Mýrum opnar í dag og Gljúfurá, Haffjarðará, Laxá í Aðaldal og fleiri ár opna svo í kjölfarið.
Stangveiði Mest lesið Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vilja rækta Ísafjarðará Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veitt og sleppt á rjúpnaveiðum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði