Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 07:15 Blinken og Wang fóru fyrir viðræðum í morgun. AP/Leah Millis Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping. Búist er við því að Blinken haldi heim á leið í dag en í gær fóru fram nærri átta tíma viðræður milli sendinefnda Bandaríkjanna og Kína, undir forystu Blinken og kínverska utanríkisráðherrans Qin Gang. Stjórnvöld vestanhafs sögðu viðræðurnar hafa verið opinskáar og uppbyggilegar. Báðir aðilar lýstu vilja til að vinna að bættum samskiptum ríkjanna og náðu saman um að Qin myndi heimsækja Washington en engin tímasetning var nefnd í því samhengi. Samkvæmt kínverska ríkismiðlinum CCTV sagði Qin við Blinken að samskipti ríkjanna hefðu aldrei verið verri, sem væri hvorki ríkjunum í hag né í takt við væntingar alþjóðasamfélagsins. Þá hafa kínverskir miðlar greint frá því að Qin hafi verið skýr með það að Taívan væri það mál sem væri Kínverjum mikilvægast; það varðaði grundvallarahagsmuni Kína, væri mikilvægasta málefnið hvað varðaði samskipti Kína og Bandaríkjanna og stærsti áhættuþátturinn. Blinken er sagður hafa lagt áherslu á að ríkin héldu áfram að ræða saman um öll mál til að koma í veg fyrir mögulegan misskilning. Horft er til þess að heimsókn Blinken verði sú fyrsta af fleiri heimsóknum á næstu mánuðum. Kemur meðal annars til greina að fjármálaráðherrann Janet Yellen og viðskiptaráðherrann Gina Raimondo heimsæki Kína á næstunni. Þá er mögulegt að Xi og Joe Biden Bandaríkjaforseti gætu fundað síðar á árinu. Kína Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Búist er við því að Blinken haldi heim á leið í dag en í gær fóru fram nærri átta tíma viðræður milli sendinefnda Bandaríkjanna og Kína, undir forystu Blinken og kínverska utanríkisráðherrans Qin Gang. Stjórnvöld vestanhafs sögðu viðræðurnar hafa verið opinskáar og uppbyggilegar. Báðir aðilar lýstu vilja til að vinna að bættum samskiptum ríkjanna og náðu saman um að Qin myndi heimsækja Washington en engin tímasetning var nefnd í því samhengi. Samkvæmt kínverska ríkismiðlinum CCTV sagði Qin við Blinken að samskipti ríkjanna hefðu aldrei verið verri, sem væri hvorki ríkjunum í hag né í takt við væntingar alþjóðasamfélagsins. Þá hafa kínverskir miðlar greint frá því að Qin hafi verið skýr með það að Taívan væri það mál sem væri Kínverjum mikilvægast; það varðaði grundvallarahagsmuni Kína, væri mikilvægasta málefnið hvað varðaði samskipti Kína og Bandaríkjanna og stærsti áhættuþátturinn. Blinken er sagður hafa lagt áherslu á að ríkin héldu áfram að ræða saman um öll mál til að koma í veg fyrir mögulegan misskilning. Horft er til þess að heimsókn Blinken verði sú fyrsta af fleiri heimsóknum á næstu mánuðum. Kemur meðal annars til greina að fjármálaráðherrann Janet Yellen og viðskiptaráðherrann Gina Raimondo heimsæki Kína á næstunni. Þá er mögulegt að Xi og Joe Biden Bandaríkjaforseti gætu fundað síðar á árinu.
Kína Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira