Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2023 19:41 Kista Silvios Berlusconis borinn út úr dómkirkjunni í Mílanó með viðhöfn. AP/Antonio Calanni Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. Berlusconi var fjölmiðlakóngur á Ítalíu og milljarðamæringur. Hann gegndi embætti forsætisráðherra lengst allra á Ítalíu, fyrst árið 1994, síðan frá 2001 til 2006 og loks frá 2008 til 2011. Silvio Berlusconi fékk opinbera útför. Mikill fjöldi fólks sótti úrförina og fylgdist með utandyra. Fánar AC Milan voru áberandi en hann átti liðið í um 30 ár.AP/Stefano Porta Hann var umdeildur bæði innanlands og utan en naut mikils stuðnings til dauðadags. Það sást meðal annars á því að mikill mannfjöldi safnaðist við dómkirkjuna mörgum klukkustundum áður en útförin hófst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Giorgia Meloni forsætisráðherra og flokkssystir Berlusconi var við útförina ásamt mörgu öðru áhrifafólki. Mario Delpini erkibiskupinn af Mílanó fór með minningarorð og sagði Berlusconi hafa verið margbrotna persónu. Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu vottar Mörtu Fascino sambýliskonu Berlusconi samúð sína.Vísir/Claudio Furlan „Silvio Berlusconi var svo sannarlega stjórnmálamaður. Hann var svo sannarlega kaupsýslumaður og hann stóð vissulega í sviðsljósi frægðarinnar. Hvað getum við sagt um Silvio Berlusconi á þessari kveðju- og bænastund? Hann var maður lífsþorsta, þráar, ástar og gleði,“ sagði Delpini meðal annars. Ítalía Tengdar fréttir Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Berlusconi var fjölmiðlakóngur á Ítalíu og milljarðamæringur. Hann gegndi embætti forsætisráðherra lengst allra á Ítalíu, fyrst árið 1994, síðan frá 2001 til 2006 og loks frá 2008 til 2011. Silvio Berlusconi fékk opinbera útför. Mikill fjöldi fólks sótti úrförina og fylgdist með utandyra. Fánar AC Milan voru áberandi en hann átti liðið í um 30 ár.AP/Stefano Porta Hann var umdeildur bæði innanlands og utan en naut mikils stuðnings til dauðadags. Það sást meðal annars á því að mikill mannfjöldi safnaðist við dómkirkjuna mörgum klukkustundum áður en útförin hófst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Giorgia Meloni forsætisráðherra og flokkssystir Berlusconi var við útförina ásamt mörgu öðru áhrifafólki. Mario Delpini erkibiskupinn af Mílanó fór með minningarorð og sagði Berlusconi hafa verið margbrotna persónu. Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu vottar Mörtu Fascino sambýliskonu Berlusconi samúð sína.Vísir/Claudio Furlan „Silvio Berlusconi var svo sannarlega stjórnmálamaður. Hann var svo sannarlega kaupsýslumaður og hann stóð vissulega í sviðsljósi frægðarinnar. Hvað getum við sagt um Silvio Berlusconi á þessari kveðju- og bænastund? Hann var maður lífsþorsta, þráar, ástar og gleði,“ sagði Delpini meðal annars.
Ítalía Tengdar fréttir Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08
Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48
Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04
Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41