Eldarnir í Kanada stærri en áður og kvikna mun fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 09:25 Slökkviliðsmaður berst við skógarelda á Nýfundnalandi. AP Gífurlega umfangsmiklir og margir gróður- og skógareldar hafa logað í Kanada í vor og í sumar. Eldarnir eru stærri og fyrr á ferðinni en áður. Þá hafa þeir logað víðsvegar um landið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda. Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Sjá meira
Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda.
Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Sjá meira