Fær James Harden ofursamning hjá Houston Rockets? Siggeir Ævarsson skrifar 13. júní 2023 18:01 Harden vill sækja salt í grautinn Scott Taetsch/Getty Images Sú saga hefur flogið fjöllum hærra allt frá því í vor að James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, muni snúa aftur til Houston Rockets næsta vetur. Til þess þurfa þó mörg púsl að lenda á réttum stöðum, þá sérstaklega þau sem snúa að launum. Harden ákvað í maí að nýta ekki svokallað „player option“ í samningi sínum við 76ers, sem hefði framlengt samning hans um eitt ár og tryggt honum 35.640.000 dollara í árslaun. Þess í stað reikna flestir með að Harden vilji skrifa undir „supermax“ samning, sem myndi tryggja honum hæstu mögulegu launin í NBA deildinni. En hvaða lið eru tilbúin að skrifa undir fimm ára ofursamning við 37 ára leikmann, sem virðist vera kominn af léttasta skeiði og hefur aldrei náð að leiða lið sitt alla leið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir? Houston Rockets, þar sem Harden lék rúm átta tímabil og var aðeins hársbreidd frá því að koma liðinu í úrslit, virðast vera nokkuð spenntir fyrir endurkomu hans. En það er að mörgu að hyggja hjá Rockets. Síðan að Harden yfirgaf liðið, ekki beinlínis í góðu, hefur það verið í uppbyggingarfasa og treyst á táninga og minni spámenn, og árangurinn verið eftir því. Nú er því mögulega spurning um að hrökkva eða stökkva fyrir Rockets. Reiknað er með að launaþakið í NBA verið 134 milljónir næsta tímabil, og Rockets eru með um 57 milljónir á sínum bókum, það allra lægsta í deildinni líkt og Detroit Pistons. Ef Harden fær ofursamning, myndi hann fá um 47 milljónir í árslaun, og í raun éta upp megnið af launaþaki félagsins. Skiptar skoðanir eru á því hversu skynsamlegt það væri fyrir Rockets að fá Harden aftur á þessum tímapunkti. Liðið inniheldur ungan og efnilegan kjarna, og þarf klárlega á því að halda að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins til að leiðbeina og þroska hópinn. Hvort James Harden er rétti maðurinn í það hlutverk skal ósagt látið. Nú þegar úrslitakeppnin er að baki má búast við að leikmannamarkaðurinn í NBA fari á fullt og mun nafn James Harden án vafa verða áberandi í fréttum af honum. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Harden ákvað í maí að nýta ekki svokallað „player option“ í samningi sínum við 76ers, sem hefði framlengt samning hans um eitt ár og tryggt honum 35.640.000 dollara í árslaun. Þess í stað reikna flestir með að Harden vilji skrifa undir „supermax“ samning, sem myndi tryggja honum hæstu mögulegu launin í NBA deildinni. En hvaða lið eru tilbúin að skrifa undir fimm ára ofursamning við 37 ára leikmann, sem virðist vera kominn af léttasta skeiði og hefur aldrei náð að leiða lið sitt alla leið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir? Houston Rockets, þar sem Harden lék rúm átta tímabil og var aðeins hársbreidd frá því að koma liðinu í úrslit, virðast vera nokkuð spenntir fyrir endurkomu hans. En það er að mörgu að hyggja hjá Rockets. Síðan að Harden yfirgaf liðið, ekki beinlínis í góðu, hefur það verið í uppbyggingarfasa og treyst á táninga og minni spámenn, og árangurinn verið eftir því. Nú er því mögulega spurning um að hrökkva eða stökkva fyrir Rockets. Reiknað er með að launaþakið í NBA verið 134 milljónir næsta tímabil, og Rockets eru með um 57 milljónir á sínum bókum, það allra lægsta í deildinni líkt og Detroit Pistons. Ef Harden fær ofursamning, myndi hann fá um 47 milljónir í árslaun, og í raun éta upp megnið af launaþaki félagsins. Skiptar skoðanir eru á því hversu skynsamlegt það væri fyrir Rockets að fá Harden aftur á þessum tímapunkti. Liðið inniheldur ungan og efnilegan kjarna, og þarf klárlega á því að halda að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins til að leiðbeina og þroska hópinn. Hvort James Harden er rétti maðurinn í það hlutverk skal ósagt látið. Nú þegar úrslitakeppnin er að baki má búast við að leikmannamarkaðurinn í NBA fari á fullt og mun nafn James Harden án vafa verða áberandi í fréttum af honum.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira