„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 12. júní 2023 21:54 Fanndís segist stolt af sjálfri sér eftir að spila sinn fyrsta leik í tæp tvö ár. Vísir/Hulda Margrét Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna. „Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
„Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira