Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 09:30 Kjartan Henry Finnbogason fórnar höndum eftir að hafa skallað í Damir Muminovic sem lét sig falla í grasið. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan en það gerðist í stöðunni 2-2, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Þannig lauk leiknum. Albert Brynjar Ingason var á því að Kjartan væri stálheppinn að hafa ekki fengið rautt spjald en Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi báða leikmennina og fordæmdi leikaraskap Damirs. Damir ætti bara að segja Kjartani að hætta þessari vitleysu „Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina. Við viljum ekki sjá þetta,“ sagði Lárus áður en hann beindi spjótum sínum að Kjartani. Skammt er síðan að framganga Kjartans í leik gegn Víkingi vakti athygli en hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í þeim leik, eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Skilur ekki hvað Kjartani gekk til „Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Ég skil ekki hvað er í gangi. Við getum hugsanlega rætt um að ef að menn koma inn á, liðið undir og það þarf aðeins að hrista upp í hlutunum og vera með einhver læti, eins og kannski er hægt að færa rök fyrir að hafi þurft gegn Víkingum, þar sem FH var verulega undir, þar sem þessi læti komu FH-ingum kannski í gang. En þarna var FH í flottum gír og hann sjálfsagt settur inn til þess að skora sigurmarkið, en ekki til að vera í einhverjum slagsmálum og látum. Það eina sem slagsmál og læti gera á þessum tímapunkti er að hrista upp í Blikum, því það þurfti að hrista upp í Blikum. Ekki FH. Þannig að hvað Kjartan er að gera með því að setja hausinn í Damir, það bara skil ég ekki,“ sagði Lárus og bætti við: „Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er.“ Klippa: Umræða um Kjartan og Damir í Stúkunni Albert Brynjar sagði skalla Kjartans klárlega kalla á rautt spjald, burtséð frá því hvort höggið væri mikið fyrir Damir. „Þetta er náttúrulega bara rautt spjald“ „Hann er heppinn þarna. Þetta er náttúrulega bara rautt spjald og það er eiginlega ótrúlegt að þeir endi báðir með gult spjald. Ef hann spjaldar Kjartan Henry þá virðist hann hafa séð þetta. Hvernig er þetta ekki rautt spjald? Hann skallar hann klárlega. Hvort að Damir hendi sér niður eða ekki… En þetta er bara leikmaðurinn sem Kjartan Henry er. Þú tekur þetta bara ekki úr hans leik. Hann er ekki að fara að henda rauðu spjaldi á sjálfan sig en hvernig endar hann með gult þarna? Það er ekki hægt að pirra sig á að Kjartan Henry sé að komast upp með hluti, það verður að setja aðeins spurningamerki við dómarann að kveikja ekki á þessu,“ sagði Albert. Hluta af umræðunni má sjá hér að ofan en umræðuna í heild má sjá í nýjasta þætti Stúkunnar, á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Stúkan Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan en það gerðist í stöðunni 2-2, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Þannig lauk leiknum. Albert Brynjar Ingason var á því að Kjartan væri stálheppinn að hafa ekki fengið rautt spjald en Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi báða leikmennina og fordæmdi leikaraskap Damirs. Damir ætti bara að segja Kjartani að hætta þessari vitleysu „Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina. Við viljum ekki sjá þetta,“ sagði Lárus áður en hann beindi spjótum sínum að Kjartani. Skammt er síðan að framganga Kjartans í leik gegn Víkingi vakti athygli en hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í þeim leik, eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Skilur ekki hvað Kjartani gekk til „Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Ég skil ekki hvað er í gangi. Við getum hugsanlega rætt um að ef að menn koma inn á, liðið undir og það þarf aðeins að hrista upp í hlutunum og vera með einhver læti, eins og kannski er hægt að færa rök fyrir að hafi þurft gegn Víkingum, þar sem FH var verulega undir, þar sem þessi læti komu FH-ingum kannski í gang. En þarna var FH í flottum gír og hann sjálfsagt settur inn til þess að skora sigurmarkið, en ekki til að vera í einhverjum slagsmálum og látum. Það eina sem slagsmál og læti gera á þessum tímapunkti er að hrista upp í Blikum, því það þurfti að hrista upp í Blikum. Ekki FH. Þannig að hvað Kjartan er að gera með því að setja hausinn í Damir, það bara skil ég ekki,“ sagði Lárus og bætti við: „Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er.“ Klippa: Umræða um Kjartan og Damir í Stúkunni Albert Brynjar sagði skalla Kjartans klárlega kalla á rautt spjald, burtséð frá því hvort höggið væri mikið fyrir Damir. „Þetta er náttúrulega bara rautt spjald“ „Hann er heppinn þarna. Þetta er náttúrulega bara rautt spjald og það er eiginlega ótrúlegt að þeir endi báðir með gult spjald. Ef hann spjaldar Kjartan Henry þá virðist hann hafa séð þetta. Hvernig er þetta ekki rautt spjald? Hann skallar hann klárlega. Hvort að Damir hendi sér niður eða ekki… En þetta er bara leikmaðurinn sem Kjartan Henry er. Þú tekur þetta bara ekki úr hans leik. Hann er ekki að fara að henda rauðu spjaldi á sjálfan sig en hvernig endar hann með gult þarna? Það er ekki hægt að pirra sig á að Kjartan Henry sé að komast upp með hluti, það verður að setja aðeins spurningamerki við dómarann að kveikja ekki á þessu,“ sagði Albert. Hluta af umræðunni má sjá hér að ofan en umræðuna í heild má sjá í nýjasta þætti Stúkunnar, á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Stúkan Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn