Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2023 14:02 Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag og freistar þess nú að klára þrennuna gegn Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. James Williamson - AMA/Getty Images Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira