Besta upphitunin: Skrýtið að eyða ekki leikdegi í ferðalög Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 11:01 Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir mættu í sófann til Helenu Ólafsdóttur, í Bestu upphitunina. Stöð 2 Sport Heimaliðin munu öll vinna sigur í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta ef Eyjamærin Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur rétt fyrir sér. Þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, spáðu í spilin fyrir umferðina með Helenu Ólafsdóttur í þætti sem nú má sjá á Vísi. Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira