Noel Gallagher ætlar að koma (næstum) nakinn fram ef City verða Evrópumeistarar Siggeir Ævarsson skrifar 8. júní 2023 23:31 Noel Gallagher, oft þekktur sem rólegri Gallagher-bróðirinn. Noel Gallagher ætlar að koma fram á tónleikum á nærbuxunum einum fata ef Manchester City fer með sigur af hólmi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter þann 10. júní. Noel, sem var annar af forsprökkum hinnar bresku rokksveitar Oasis og núverandi frontmaður sveitarinnar Noel Gallagher's High Flying Birds, er einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City. Noel er einnig mikill aðdáandi Erling Håland en þessi mynd var tekinn af þeim félögum um daginn eftir 4-1 sigur City á Arsenal, og nú hefur Noel lofað að endurskapa myndina á tónleikum, sjálfur í hlutverki Håland. Noel Gallagher and Erling Haaland at the Etihad last night pic.twitter.com/sdwGsPRiFE— Oasis Mania (@OasisMania) April 27, 2023 Alla jafna missir Noel aldrei af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og passar vel upp á að vera ekki bókaður í lok maí, en í ár gleymdi hann að gera ráð fyrir að dagsetningin færðist til vegna HM. „Ég er samningsbundinn um að spila á þessum tónleikum og það er í góðu lagi. Ég horfi á leikinn á bar í San Diego. Ef City vinnur og Håland skorar þrennu þá fer ég á svið á brókinni.“ - sagði Noel í samtali við vefsíðu Manchester City. Noel hefur gengið í gegnum súrt og sætt sem aðdáandi City til margra ára, en hann segir að tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar 2021 sé sennilega það sárasta sem hann hefur upplifað sem aðdáandi liðsins. „Það lá eitthvað í loftinu þennan dag. Þegar ég vaknaði um morguninn hugsaði ég hvað ég þoli ekki þegar ensk lið mætast í úrslitunum, því það er alltaf glatað að horfa á þá leiki.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter, laugardaginn 10. júní, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn kl. 18:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Noel, sem var annar af forsprökkum hinnar bresku rokksveitar Oasis og núverandi frontmaður sveitarinnar Noel Gallagher's High Flying Birds, er einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City. Noel er einnig mikill aðdáandi Erling Håland en þessi mynd var tekinn af þeim félögum um daginn eftir 4-1 sigur City á Arsenal, og nú hefur Noel lofað að endurskapa myndina á tónleikum, sjálfur í hlutverki Håland. Noel Gallagher and Erling Haaland at the Etihad last night pic.twitter.com/sdwGsPRiFE— Oasis Mania (@OasisMania) April 27, 2023 Alla jafna missir Noel aldrei af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og passar vel upp á að vera ekki bókaður í lok maí, en í ár gleymdi hann að gera ráð fyrir að dagsetningin færðist til vegna HM. „Ég er samningsbundinn um að spila á þessum tónleikum og það er í góðu lagi. Ég horfi á leikinn á bar í San Diego. Ef City vinnur og Håland skorar þrennu þá fer ég á svið á brókinni.“ - sagði Noel í samtali við vefsíðu Manchester City. Noel hefur gengið í gegnum súrt og sætt sem aðdáandi City til margra ára, en hann segir að tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar 2021 sé sennilega það sárasta sem hann hefur upplifað sem aðdáandi liðsins. „Það lá eitthvað í loftinu þennan dag. Þegar ég vaknaði um morguninn hugsaði ég hvað ég þoli ekki þegar ensk lið mætast í úrslitunum, því það er alltaf glatað að horfa á þá leiki.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter, laugardaginn 10. júní, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn kl. 18:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira