„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 10:27 Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik Breiðabliks og Víkings þar sem allt var á suðupunkti í lok leiks. Vísir/Hulda Margrét Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum. Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira