„Alltaf langbest að skjóta með vinstri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júní 2023 21:43 Pétur Pétursson var nokkuð sáttur með sigur Vals í kvöld. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var nokkuð sáttur eftir 1-0 sigur liðsins gegn Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið torsótt því mér fannst við spila alveg frábærlega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila þennan leik glæsilega og boltinn gekk vel,“ sagði Pétur í leikslok. „Svo skorum við snemma í seinni hálfleik og áttum svo sem að skora úr víti í fyrri hálfleik líka. Við skorum strax í upphafi seinni hálfleiks, en mér fannst við frekar kærulausar sendingalega séð og annað. En auðvitað er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA.“ Eftir jafnar upphafsmínútur fór Valsliðið að herða tökin og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Pétur segist hafa viljað sjá sitt lið koma boltanum oftar í netið en bara í þetta eina skipti í leiknum. „Mér fannst við eiga að gera það í fyrri hálfleik. En eins og ég segi þá er erfitt að spila á móti Þór/KA því þetta er gott lið þannig ég er bara sáttur við að vinna leikinn 1-0.“ Það var svo Þórdís Elva Ágústsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún lét vaða af löngu færi og smurði boltann upp í samskeytin fjær. „Með vinstri meira að segja,“ sagði Pétur léttur aðspurður út í markið. „Það er alltaf langbest að skjóta með vinstri og reyna að skora.“ Þrátt fyrir að Valsliðið sé nú búið að tengja saman þrjá deildarsigra í röð og sitji á toppi deildarinnar vildi Pétur þó ekki missa sig í gleðinni. „Það er bara næsti leikur á móti Tindastóli sem er jafn erfiður og þessi. Þetta er bara einn leikur í einu í bili,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
„Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið torsótt því mér fannst við spila alveg frábærlega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila þennan leik glæsilega og boltinn gekk vel,“ sagði Pétur í leikslok. „Svo skorum við snemma í seinni hálfleik og áttum svo sem að skora úr víti í fyrri hálfleik líka. Við skorum strax í upphafi seinni hálfleiks, en mér fannst við frekar kærulausar sendingalega séð og annað. En auðvitað er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA.“ Eftir jafnar upphafsmínútur fór Valsliðið að herða tökin og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Pétur segist hafa viljað sjá sitt lið koma boltanum oftar í netið en bara í þetta eina skipti í leiknum. „Mér fannst við eiga að gera það í fyrri hálfleik. En eins og ég segi þá er erfitt að spila á móti Þór/KA því þetta er gott lið þannig ég er bara sáttur við að vinna leikinn 1-0.“ Það var svo Þórdís Elva Ágústsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún lét vaða af löngu færi og smurði boltann upp í samskeytin fjær. „Með vinstri meira að segja,“ sagði Pétur léttur aðspurður út í markið. „Það er alltaf langbest að skjóta með vinstri og reyna að skora.“ Þrátt fyrir að Valsliðið sé nú búið að tengja saman þrjá deildarsigra í röð og sitji á toppi deildarinnar vildi Pétur þó ekki missa sig í gleðinni. „Það er bara næsti leikur á móti Tindastóli sem er jafn erfiður og þessi. Þetta er bara einn leikur í einu í bili,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05