Forstjóri Viaplay rekinn og hlutabréf í frjálsu falli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 19:22 Anders Jensen forstjóri hefur verið látinn taka pokann sinn. NENT Forstjóri norrænu streymisveitunnar Viaplay hefur verið rekinn og hlutabréf í fyrirtækinu féllu um nærri 60 prósent í dag. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun og býst við tapi næstu árin. Í afkomuviðvörun Viaplay segir að veitan búist við tapi upp á 250 til 300 milljón sænskra króna á öðrum ársfjórðungi. Það er allt að tapið nemi 3,9 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir að söluaukning nemi 16 til 17,5 prósentum í stað 24 til 26 prósenta aukningar eins og í fyrri spá. Féllu hlutabréf í veitunni um 58,6 prósent, niður í 93,4 sænska krónu á hlut. Þá var forstjórinn Anders Jensen rekinn og Jörgen Madsen Lindemann, fyrrverandi forstjóri rafíþróttadeildar MTG, tekur við. En Viaplay er dótturfyrirtæki MTG. Samkvæmt Viaplay er ástæða þrenginganna yfirstandandi lífskjarakreppa og harðnandi viðskiptaumhverfi. Hafi eftirspurn eftir bæði norrænu og alþjóðlegu afþreyingarefni minnkað sem og áskriftasala. Þá hafi norrænir auglýsingamarkaðir fyrir ljósvakamiðla dalað hratt. Kom á óvart Viðvörun Viaplay kom mörgum á óvart enda í ósamræmi við tilkynningu félagsins frá 25. apríl síðastliðnum. Þar sagði að árið hefði byrjað eins og spár hefðu gert ráð fyrir. Mikill meðbyr væri með veitunni þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálunum heimsins. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að Viaplay þar sem þýski boltinn er meðal annars á skjánum.Getty Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viaplay gefur út afkomuviðvörun, síðast var það gert í fyrra. Samkvæmt fréttastofunni Reuters komu þær tölur sem kynntar voru í dag fólki þó á óvart. Sænsk veita í 33 löndum Viaplay var stofnuð í Svíþjóð árið 2007. Veitan er nú með dreifingu á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Eystrasalti, Póllandi og víðar, alls 33 löndum. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að þjónustu Viaplay. Þar er hægt að streyma kvikmyndum og þáttaröðum, bæði norrænum og öðrum. Einnig er mikið af íþróttaefni á veitunni, svo sem þýski fótboltinn, Formúla 1 kappakstur og NHL íshokkídeildin. Fjölmiðlar Svíþjóð Bíó og sjónvarp Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Í afkomuviðvörun Viaplay segir að veitan búist við tapi upp á 250 til 300 milljón sænskra króna á öðrum ársfjórðungi. Það er allt að tapið nemi 3,9 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir að söluaukning nemi 16 til 17,5 prósentum í stað 24 til 26 prósenta aukningar eins og í fyrri spá. Féllu hlutabréf í veitunni um 58,6 prósent, niður í 93,4 sænska krónu á hlut. Þá var forstjórinn Anders Jensen rekinn og Jörgen Madsen Lindemann, fyrrverandi forstjóri rafíþróttadeildar MTG, tekur við. En Viaplay er dótturfyrirtæki MTG. Samkvæmt Viaplay er ástæða þrenginganna yfirstandandi lífskjarakreppa og harðnandi viðskiptaumhverfi. Hafi eftirspurn eftir bæði norrænu og alþjóðlegu afþreyingarefni minnkað sem og áskriftasala. Þá hafi norrænir auglýsingamarkaðir fyrir ljósvakamiðla dalað hratt. Kom á óvart Viðvörun Viaplay kom mörgum á óvart enda í ósamræmi við tilkynningu félagsins frá 25. apríl síðastliðnum. Þar sagði að árið hefði byrjað eins og spár hefðu gert ráð fyrir. Mikill meðbyr væri með veitunni þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálunum heimsins. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að Viaplay þar sem þýski boltinn er meðal annars á skjánum.Getty Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viaplay gefur út afkomuviðvörun, síðast var það gert í fyrra. Samkvæmt fréttastofunni Reuters komu þær tölur sem kynntar voru í dag fólki þó á óvart. Sænsk veita í 33 löndum Viaplay var stofnuð í Svíþjóð árið 2007. Veitan er nú með dreifingu á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Eystrasalti, Póllandi og víðar, alls 33 löndum. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að þjónustu Viaplay. Þar er hægt að streyma kvikmyndum og þáttaröðum, bæði norrænum og öðrum. Einnig er mikið af íþróttaefni á veitunni, svo sem þýski fótboltinn, Formúla 1 kappakstur og NHL íshokkídeildin.
Fjölmiðlar Svíþjóð Bíó og sjónvarp Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira