„Haga sér eins og fávitar allan leikinn“ Atli Arason og Jón Már Ferro skrifa 2. júní 2023 23:32 Óskar Hrafn lætur í sér heyra eftir jöfnunarmark Blika. Hulda Margrét „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla. Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
„Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn