„Litlir hundar sem gelta hátt“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 23:15 Höskuldur með boltann í leiknum í kvöld. Hulda Margrét „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira