Laganna vörður innan vallar sem utan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Soffía Ummarin Kristinsdóttir dæmir í Bestu deild kvenna. vísir/bjarni Soffía Ummarin Kristinsdóttir er ein fárra kvenna sem dæma fótboltaleiki á efsta getustigi hér á landi. Hún nýtur sín vel í dómarahlutverkinu og stefnir hátt. Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn