„Ég verð ekkert rosalega stressuð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2023 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fer einbeitt inn í úrslitaleikinn gegn Barcelona í dag. Getty/Boris Streubel Það er hægt að nota ýmis lýsingarorð um Sveindísi Jane Jónsdóttur og eitt af því er hvað hún er svöl. Það er engin tilviljun að Wolfsburg nýtir hana til að kynna nýju treyjurnar sínar, og að hún hefur blómstrað í stórleikjum gegn Bayern München og Arsenal í vor. Og nú er komið að því að halda kúlinu í stærsta leik ársins. Sveindís, sem fagnar 22 ára afmæli á mánudaginn, spilar í dag úrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, fyrir framan troðfullan leikvang í Eindhoven í Hollandi. Leikurinn, sem hefst klukkan 14, verður í beinni og opinni útsendingu DAZN um allan heim, meðal annars á Vísi. Þó að óumdeilanlega sé um að ræða stærsta leik sem Sveindís hefur spilað, og tækifæri fyrir hana til að verða þriðji Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fótbolta (á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen), er ekki á Keflvíkingnum að heyra að hún sé annað en svöl: „Ég verð ekkert rosalega stressuð fyrir leiki en það er alltaf smá fiðringur í maganum. Ég er meira spennt heldur en stressuð. Ef ég fæ að byrja þennan leik þá verður bara klikkað að labba inn á völlinn, Champions League lagið í gangi, troðfullur völlur. Þetta er náttúrulega bara draumur allra og ég get ekki beðið,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Klippa: Sveindís um stóru stundina „Þær fá alla pressuna á sig“ Wolfsburg steinlá gegn Barcelona fyrir ári síðan, þegar liðin mættust í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi, en fyrri leikurinn fór 5-1 fyrir framan yfir 90.000 manns á Camp Nou. Börsungar spila nú til úrslita í keppninni þriðja árið í röð, hafa endurheimt bestu knattspyrnukonu heims því Alexia Putellas er komin af stað eftir meiðsli, og Sveindís viðurkennir að spænska liðið sé sigurstranglegra. „Í fyrra töpuðu þær úrslitaleiknum svo þær koma örugglega betur gíraðar núna, og vilja væntanlega ekki tapa tveimur úrslitaleikjum í röð. Það er þá líka meiri pressa á þeim. Þær fá alla pressuna á sig. Við erum „underdogs“. Ég held að það hjálpi okkur líka. Putellas er komin til baka og hefur verið að koma inn á í spænsku deildinni. Hún gæti mögulega byrjað inn á en ég held að það sé allt eins gott fyrir okkur að hún geri það. Hún er ekki komin í 100% leikform svo ég held að það breyti ekki miklu fyrir okkur hvort hún byrji leikinn eða komi inn á. Við hugsum fyrst og fremst um okkur sjálfar, og ef við spilum okkar leik er allt opið. Við gerðum það ekki í fyrri leiknum á móti þeim í fyrra. Ef við spilum betur en þá, þá eigum við alveg séns,“ segir Sveindís sem verður dyggilega studd af fjölskyldu og vinum í Eindhoven í dag. „Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur“ Wolfsburg hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu en tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni, árin 2016, 2018 og 2020. Hungrið er því mikið í þýska félaginu. „Það eru ekki margar í hópnum sem hafa unnið Meistaradeildina, þó að einhverjar hafi gert það. Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur, að taka þátt í svona risaleik, þó við séum með mjög mikla reynslu. Það er mjög mikið hungur í okkur, við erum allar með augun á verðlaununum, vitum hvað við ætlum að gera og komum ótrúlega stemmdar í leikinn. Við viljum gera það sem við gerðum í seinni leiknum á móti þeim í fyrra þegar við sýndum að við getum alveg unnið Barcelona,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir smellir kossi á bikarinn eftir að hafa orðið bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg á dögunum.Getty/Alex Grimm Hún hefur þegar orðið þýskur bikarmeistari á þessari leiktíð, en þurfti rétt að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Íslendingaliðsins Bayern München. Voru það vonbrigði? „Já og nei. Við bætum það vonandi upp með því að vinna Meistaradeildartitil, sem er aðeins stærri titill. Við tókum bikarmeistaratitilinn en auðvitað viljum við vinna deildina líka. En við stóðum okkur bara ekki nógu vel í deildinni og áttum það ekki skilið eftir allt saman. Mér finnst við ekki vera með verra lið en Bayern, sem við sáum vinna Barcelona í Meistaradeildinni, svo við vitum að þetta er alveg jafnt. Við erum ekkert langt á eftir Barcelona þó við séum „underdogs“ í þessum úrslitaleik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Sveindís, sem fagnar 22 ára afmæli á mánudaginn, spilar í dag úrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, fyrir framan troðfullan leikvang í Eindhoven í Hollandi. Leikurinn, sem hefst klukkan 14, verður í beinni og opinni útsendingu DAZN um allan heim, meðal annars á Vísi. Þó að óumdeilanlega sé um að ræða stærsta leik sem Sveindís hefur spilað, og tækifæri fyrir hana til að verða þriðji Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fótbolta (á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen), er ekki á Keflvíkingnum að heyra að hún sé annað en svöl: „Ég verð ekkert rosalega stressuð fyrir leiki en það er alltaf smá fiðringur í maganum. Ég er meira spennt heldur en stressuð. Ef ég fæ að byrja þennan leik þá verður bara klikkað að labba inn á völlinn, Champions League lagið í gangi, troðfullur völlur. Þetta er náttúrulega bara draumur allra og ég get ekki beðið,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Klippa: Sveindís um stóru stundina „Þær fá alla pressuna á sig“ Wolfsburg steinlá gegn Barcelona fyrir ári síðan, þegar liðin mættust í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi, en fyrri leikurinn fór 5-1 fyrir framan yfir 90.000 manns á Camp Nou. Börsungar spila nú til úrslita í keppninni þriðja árið í röð, hafa endurheimt bestu knattspyrnukonu heims því Alexia Putellas er komin af stað eftir meiðsli, og Sveindís viðurkennir að spænska liðið sé sigurstranglegra. „Í fyrra töpuðu þær úrslitaleiknum svo þær koma örugglega betur gíraðar núna, og vilja væntanlega ekki tapa tveimur úrslitaleikjum í röð. Það er þá líka meiri pressa á þeim. Þær fá alla pressuna á sig. Við erum „underdogs“. Ég held að það hjálpi okkur líka. Putellas er komin til baka og hefur verið að koma inn á í spænsku deildinni. Hún gæti mögulega byrjað inn á en ég held að það sé allt eins gott fyrir okkur að hún geri það. Hún er ekki komin í 100% leikform svo ég held að það breyti ekki miklu fyrir okkur hvort hún byrji leikinn eða komi inn á. Við hugsum fyrst og fremst um okkur sjálfar, og ef við spilum okkar leik er allt opið. Við gerðum það ekki í fyrri leiknum á móti þeim í fyrra. Ef við spilum betur en þá, þá eigum við alveg séns,“ segir Sveindís sem verður dyggilega studd af fjölskyldu og vinum í Eindhoven í dag. „Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur“ Wolfsburg hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu en tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni, árin 2016, 2018 og 2020. Hungrið er því mikið í þýska félaginu. „Það eru ekki margar í hópnum sem hafa unnið Meistaradeildina, þó að einhverjar hafi gert það. Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur, að taka þátt í svona risaleik, þó við séum með mjög mikla reynslu. Það er mjög mikið hungur í okkur, við erum allar með augun á verðlaununum, vitum hvað við ætlum að gera og komum ótrúlega stemmdar í leikinn. Við viljum gera það sem við gerðum í seinni leiknum á móti þeim í fyrra þegar við sýndum að við getum alveg unnið Barcelona,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir smellir kossi á bikarinn eftir að hafa orðið bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg á dögunum.Getty/Alex Grimm Hún hefur þegar orðið þýskur bikarmeistari á þessari leiktíð, en þurfti rétt að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Íslendingaliðsins Bayern München. Voru það vonbrigði? „Já og nei. Við bætum það vonandi upp með því að vinna Meistaradeildartitil, sem er aðeins stærri titill. Við tókum bikarmeistaratitilinn en auðvitað viljum við vinna deildina líka. En við stóðum okkur bara ekki nógu vel í deildinni og áttum það ekki skilið eftir allt saman. Mér finnst við ekki vera með verra lið en Bayern, sem við sáum vinna Barcelona í Meistaradeildinni, svo við vitum að þetta er alveg jafnt. Við erum ekkert langt á eftir Barcelona þó við séum „underdogs“ í þessum úrslitaleik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira