Ofurparið til Bayern og Glódís fær enn meiri samkeppni Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 15:00 Magdelena Eriksson og Pernille Harder hafa verið afskaplega sigursælar með Chelsea en halda nú til Þýskalands. Getty/Chloe Knott Þýski knattspyrnurisinn Bayern München tilkynnti í dag um mikinn liðsstyrk sem jafnframt mun auka enn samkeppnina fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttur í liðinu, fari svo að hún haldi kyrru fyrir hjá Bayern í sumar. Stjörnuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson skrifaði undir samning til þriggja ára við Bayern. Harder er þrítugur sóknarmaður en Eriksson 29 ára miðvörður og því mögulega nýr félagi Glódísar í miðri vörn Bayern, en Glódís lék alla leiki með liðinu í þýsku deildinni í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru einnig á mála hjá Bayern, sem varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn. Hin danska Harder lék síðast í Þýskalandi á árunum 2017-2020 og er góð vinkona Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að þær voru þar liðsfélagar hjá Wolfsburg. Hún skoraði 68 mörk í 75 deildarleikjum með Wolfsburg. Bayern Munich pre-season signings (so far): Pernille Harder Magdalena Eriksson Sam Kerr Katharina Naschenweng Alara ehitlerThe transfer window in Germany does not open until 1 July, but that hasn t stopped Bayern from getting their business done early pic.twitter.com/euaSFR8mtO— Women s Transfer News (@womenstransfer) June 1, 2023 Hin sænska Eriksson hefur leikið með Chelsea frá árinu 2017 og var fyrirliði liðsins en Harder gekk til liðs við félagið árið 2020. Harder varð tvöfaldur meistari með Chelsea öll þrjú árin, og fór einnig með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021. Eriksson náði að vinna fimm Englandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. „Ég átti góðan tíma í þýsku deildinni og hlakka til að snúa aftur þremur árum síðar. Frammistaða þýska landsliðsins á EM síðasta sumar sýnir hvernig deildin hefur þróast. Ég er glöð að snúa aftur og get ekki beðið eftir að byrja að spila hérna á nýjan leik,“ sagði Harder og sagði mikið búa í liði Bayern auk þess sem að norski þjálfarinn Alexander Straus hefði heillað hana. Þýski boltinn Tengdar fréttir „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Stjörnuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson skrifaði undir samning til þriggja ára við Bayern. Harder er þrítugur sóknarmaður en Eriksson 29 ára miðvörður og því mögulega nýr félagi Glódísar í miðri vörn Bayern, en Glódís lék alla leiki með liðinu í þýsku deildinni í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru einnig á mála hjá Bayern, sem varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn. Hin danska Harder lék síðast í Þýskalandi á árunum 2017-2020 og er góð vinkona Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að þær voru þar liðsfélagar hjá Wolfsburg. Hún skoraði 68 mörk í 75 deildarleikjum með Wolfsburg. Bayern Munich pre-season signings (so far): Pernille Harder Magdalena Eriksson Sam Kerr Katharina Naschenweng Alara ehitlerThe transfer window in Germany does not open until 1 July, but that hasn t stopped Bayern from getting their business done early pic.twitter.com/euaSFR8mtO— Women s Transfer News (@womenstransfer) June 1, 2023 Hin sænska Eriksson hefur leikið með Chelsea frá árinu 2017 og var fyrirliði liðsins en Harder gekk til liðs við félagið árið 2020. Harder varð tvöfaldur meistari með Chelsea öll þrjú árin, og fór einnig með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021. Eriksson náði að vinna fimm Englandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. „Ég átti góðan tíma í þýsku deildinni og hlakka til að snúa aftur þremur árum síðar. Frammistaða þýska landsliðsins á EM síðasta sumar sýnir hvernig deildin hefur þróast. Ég er glöð að snúa aftur og get ekki beðið eftir að byrja að spila hérna á nýjan leik,“ sagði Harder og sagði mikið búa í liði Bayern auk þess sem að norski þjálfarinn Alexander Straus hefði heillað hana.
Þýski boltinn Tengdar fréttir „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00