Góður gangur í hagkerfinu þrátt fyrir mikla verðbólgu Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2023 21:01 Mjög mikill hagvöxtur var hér á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða sjö prósent ofan á mikinn hagvöxt undanfarin ár. Hagfræðingur Landsbankans segir góðan gang í hagkerfinu og staðan að mörgu leyti góð að frátalinni verðbólgu. Á fyrsta ársfjórðungi jókst landsframleiðsla að raungildi um sjö prósent. Sú aukning er oftast þekkt sem hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er mun meiri en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum og hefur Seðlabankastjóri varað við því að hagkerfið geti ofhitnað. Atvinnulífið er á blússandi siglingu og mikil eftirspurn eftir vinnuafli þannig þúsundir útlendinga hafa verið kallaðir til landsins til að sinna eftirspurn eftir vinnuafli. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að mikinn mun á hagvexti hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum megi rekja til þess hve hlutfallslega stór ferðaþjónustan er hér á landi. Þá sýni hagvaxtartölurnar fram á að góður gangur sé á flestum stöðum í hagkerfinu. „Hagvöxturinn er góður, einkaneyslan er góð og hagvöxturinn er líka keyrður áfram á auknum útflutningi. Staðan er að mörgu leyti mjög góð en vandamálið sem vofir yfir er þessi verðbólga sem við erum að sjá,“ segir Hjalti. „En þessar tölur sýna að gangurinn er góður að mestu leyti í hagkerfinu þrátt fyrir þessa miklu verðbólgu. En það þarf jú að ná verðbólgunni niður.“ Aukin einkaneysla ýtir bæði undir aukinn hagvöxt og aukna verðbólgu. Tekið er fram í skýrslu Hagstofunnar um hagvöxtinn að aukin neysla þrátt fyrir hærra neysluverð geti verið vísbending um að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til að ná endum saman. Hjalti segir tvo þætti ýta mest undir aukna einkaneyslu. „Það eru launahækkanir að mestu leyti. Að einhverju leyti gæti verið að fólk sé enn að ganga á sparnað sem hefur safnast upp í faraldrinum. Þessir tveir hlutir saman skapa verðbólguþrýsting,“ segir Hjalti. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi jókst landsframleiðsla að raungildi um sjö prósent. Sú aukning er oftast þekkt sem hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er mun meiri en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum og hefur Seðlabankastjóri varað við því að hagkerfið geti ofhitnað. Atvinnulífið er á blússandi siglingu og mikil eftirspurn eftir vinnuafli þannig þúsundir útlendinga hafa verið kallaðir til landsins til að sinna eftirspurn eftir vinnuafli. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að mikinn mun á hagvexti hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum megi rekja til þess hve hlutfallslega stór ferðaþjónustan er hér á landi. Þá sýni hagvaxtartölurnar fram á að góður gangur sé á flestum stöðum í hagkerfinu. „Hagvöxturinn er góður, einkaneyslan er góð og hagvöxturinn er líka keyrður áfram á auknum útflutningi. Staðan er að mörgu leyti mjög góð en vandamálið sem vofir yfir er þessi verðbólga sem við erum að sjá,“ segir Hjalti. „En þessar tölur sýna að gangurinn er góður að mestu leyti í hagkerfinu þrátt fyrir þessa miklu verðbólgu. En það þarf jú að ná verðbólgunni niður.“ Aukin einkaneysla ýtir bæði undir aukinn hagvöxt og aukna verðbólgu. Tekið er fram í skýrslu Hagstofunnar um hagvöxtinn að aukin neysla þrátt fyrir hærra neysluverð geti verið vísbending um að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til að ná endum saman. Hjalti segir tvo þætti ýta mest undir aukna einkaneyslu. „Það eru launahækkanir að mestu leyti. Að einhverju leyti gæti verið að fólk sé enn að ganga á sparnað sem hefur safnast upp í faraldrinum. Þessir tveir hlutir saman skapa verðbólguþrýsting,“ segir Hjalti.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31