Rafíþróttir skilgreindar sem íþróttir á norðurlöndunum en ekkert svar frá ÍSÍ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2023 07:02 Rafíþróttir eru ekki skilgreindar sem íþróttir innan ÍSÍ. Arena Gaming Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, RÍSÍ, furðar sig á því að á meðan íþrótta- og ólympíusambönd Svía og Finna séu farin að skilgreina rafíþróttir sem íþróttir þar í landi fái hann engin svör við fyrirspurnum sínum til ÍSÍ. Aron bendir á þetta á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann deilir grein frá sænska miðlinum DN.SE þar sem fjallað er um að sænska íþrótta- og ólympíusambandið hafi samþykkt að byrja að skilgreina rafíþróttir sem íþróttir líkt og Finnar hafa gert um nokkurt skeið. Hann furðar sig á því að slíkt hið sama sé ekki gert hér á Íslandi, en samkvæmt færslu Arons fær hann ekki einu sinni svör við póstum sem hann sendir ÍSÍ. „Stjórn RÍSÍ samþykkti að hefja samtal við ÍSÍ, en því erindi hefur ÍSÍ ekki ansað,“ sagði Aron í samtali við blaðamann Vísis í gærkvöldi. „Afstaða forystu ÍSÍ gagnvart rafíþróttum hefur manni í gegnum tíðina fundist vera á neikvæðu nótunum, en við finnum þó fyrir vaxandi stuðningi frá aðildarfélögum ÍSÍ.“ „Það sjá það allir sem þora að kynna sér málið að rafíþróttir passa vel inn í skilgreiningar ÍSÍ á íþrótt.“ ÍSÍ hafi fullt vald yfir því að skilgreina íþróttir Þá segir Aron einnig að ríkisvaldið hafi afsalað sér réttinum til að ákvarða hvað telst vera íþrótt. ÍSÍ sé þar einráður. „En svo er það annað sem ekki öll átta sig á og það er það að ríkisvaldið hefur þannig séð afsalað sér ákvörðunartöku á því hvað telst vera íþrótt og veitt ÍSÍ með íþróttalögum fullt vald yfir því að skilgreina íþróttir.“ „Svo þrátt fyrir mikinn stuðning Ásmundar [Daða Einarssonar] íþróttamálaráðherra við þennan málaflokk þá er ÍSÍ með valdið. Það er spurning hvort þetta þurfi ekki að enda með endurskoðun á iþróttalögum,“ sagði Aron að lokum. Rafíþróttir ÍSÍ Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn
Aron bendir á þetta á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann deilir grein frá sænska miðlinum DN.SE þar sem fjallað er um að sænska íþrótta- og ólympíusambandið hafi samþykkt að byrja að skilgreina rafíþróttir sem íþróttir líkt og Finnar hafa gert um nokkurt skeið. Hann furðar sig á því að slíkt hið sama sé ekki gert hér á Íslandi, en samkvæmt færslu Arons fær hann ekki einu sinni svör við póstum sem hann sendir ÍSÍ. „Stjórn RÍSÍ samþykkti að hefja samtal við ÍSÍ, en því erindi hefur ÍSÍ ekki ansað,“ sagði Aron í samtali við blaðamann Vísis í gærkvöldi. „Afstaða forystu ÍSÍ gagnvart rafíþróttum hefur manni í gegnum tíðina fundist vera á neikvæðu nótunum, en við finnum þó fyrir vaxandi stuðningi frá aðildarfélögum ÍSÍ.“ „Það sjá það allir sem þora að kynna sér málið að rafíþróttir passa vel inn í skilgreiningar ÍSÍ á íþrótt.“ ÍSÍ hafi fullt vald yfir því að skilgreina íþróttir Þá segir Aron einnig að ríkisvaldið hafi afsalað sér réttinum til að ákvarða hvað telst vera íþrótt. ÍSÍ sé þar einráður. „En svo er það annað sem ekki öll átta sig á og það er það að ríkisvaldið hefur þannig séð afsalað sér ákvörðunartöku á því hvað telst vera íþrótt og veitt ÍSÍ með íþróttalögum fullt vald yfir því að skilgreina íþróttir.“ „Svo þrátt fyrir mikinn stuðning Ásmundar [Daða Einarssonar] íþróttamálaráðherra við þennan málaflokk þá er ÍSÍ með valdið. Það er spurning hvort þetta þurfi ekki að enda með endurskoðun á iþróttalögum,“ sagði Aron að lokum.
Rafíþróttir ÍSÍ Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn