„Var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót“ Jón Már Ferro skrifar 27. maí 2023 22:13 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Vals úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld með mögnuðum endurkomusigri. „Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira