Bayern München hrifsaði titilinn úr höndum Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 15:34 Jamal Musiala skoraði sigurmark Bayern. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München er þýskur meistari í knattspyrnu ellefta árið í röð eftir dramatískan 2-1 útisigur gegn Köln í lokaumferð deildarinnar í dag. Dortmund þurfti sigur gegn Mainz til að halda toppsætinu og tryggja sér titilinn, en liðið þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli og misstu þar með titilinn frá sér. Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC Þýski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Þýski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira